Fundargerð menningarmálanefndar 26.11.19

09.12 2019 - Mánudagur

 

Fundur menningarmálanefndar Vopnafjarðar 26. nóvember 2019 í félagsheimilinu Miklagarði, settur 15:00.

Mætt: Jón Ragnar Helgason, Árný Birna Vatnsdal, Hjördís Björk Hjartardóttir og Fanney Björk Friðriksdóttir sem ritar fundargerð.

 1. Styrktarbeiðni Einherja

Rædd var styrkbeiðni Einherja vegna komandi sögusýningar ungmennafélagsins. Styrkbeiðnin var samþykkt samhljóða.

 1. Sýningar leikhópsins Lottu

Rætt var um samtal Jóns Ragnars við forsvarsmann leikhópsins Lottu vegna stöðu sýninga leikhópsins á Vopnafirði. Sammælst var um að reyna að halda áfram að fá sýningar þeirra. Næsta sýning hefur verið bókuð og dagsett 13. mars 2020.

 1. Önnur mál:
  1. Vinna við Vopnaskak
   Rædd var vinna nefndarinnar við Vopnaskak og skrásett hve margir tímar fóru í verkið.
  2. Fyrirkomulag Vopnaskaks 2020
   Rætt var um hvort halda skulu svipuðu fyrirkomulagi og hefur verið, á Vopnaskaki 2020. Samhljómur um að halda því, en auglýsa fljótlega eftir áramót eftir framkvæmdastjóra vegna þess að vinna við að safna styrkjum þarf að hefjast sem fyrst.
  3. Upplýsingar til varamanna
   Beðið var um að upplýsingar um störf nefndarinnar bærust líka til varamanna svo þeir væru betur upplýstir ef kalla þarf til þeirra.
  4. Viðburður eftir Þorrablót
   Rætt var um að reyna að hafa viðburð fljótlega eftir Þorrablót 2020. Nefndarmenn leggi höfuð í bleyti.
  5. Jólahátíð
   Jólatrésskemmtun 1. des var rædd. 3. Fl. Einherja falið að sjá um jólasveina. Jón Ragnar sér um að bóka karlakórinn og redda gjöfum frá jólasveinum.
   Jólaball var dagsett 28. desember. 3. Fl. Einherja sér um kaffiveitingar og jólasveina. Jóni Ragnari falið að tala aðra skemmtikrafta og redda gjöfum frá jólasveinum.
   Jólatónleikar 18. desember. Allt klárt.
  6. Rithöfundalestin

Rætt var um rithöfundalestin sem var 15. nóvember. Gekk þokkalega, mæting líkt og undanfarin ár.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið 16:12

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir