Fundargerð menningarmálanefndar 27.apríl 2020

07.05 2020 - Fimmtudagur

Fjarfundur menningarmálanefndar Vopnafjarðar 27. apríl 2020 settur 09:00

Mætt: Jón Ragnar Helgason, Árný Birna Vatnsdal, Hreiðar Geirsson og Fanney Björk Friðriksdóttir sem ritar fundargerð. Ásamt menningarmálanefnd voru mættar Þórhildur Sigurðardóttir verkefnisstjóri frístunda-, æskulýðs- og fjölmenningarmála og Kristjana Louise Friðbjarnardóttir verkefnastjóri hjá Austurbrú.

  1. Ákvörðun um tillögu um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Austurlands 2020, jaðarsverkefni í menningu.

Erindinu var vísað til menningarmálanefndar frá Hreppsráði og nefndinni, ásamt verkefnastjóra frístunda-, æskulýðs- og fjölmenningarmála falið að vinna málið áfram með starfsmanni Austurbrúar og koma með útfærðar tillögur til hreppsráðs. Fundað var 16. apríl þar sem komu fram hugmyndir um nýtingu á styrknum. Farið var yfir hugmyndirnar aftur og ákveðið að útfæra tillögu um uppsetningu á leikriti frekar. Ákveðið var að Jón myndi tala við leikstjóra og að Þórhildur myndi skrifa greinagerð um verkefnið sem færi til Hreppsráðs.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið 09:32

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir