Fundargerð menningarmálanefndar 30.apríl 2020

07.05 2020 - Fimmtudagur

Fundur menningarmálanefndar Vopnafjarðar 30. apríl 2020 settur 16:15

Mætt: Jón Ragnar Helgason, Árný Birna Vatnsdal, Hreiðar Geirsson og Fanney Björk Friðriksdóttir sem ritar fundargerð. Ásamt Sigurði Vopna Vatnsdal á meðan á erindi hans stóð.

 1. Umræða um Vopnaskak
  Rætt var um hvað skyldi gera í sambandi við bæjarhátíðina Vopnaskak í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Niðurstaða meirihluta nefndarmanna var að halda umræðunni opinni, heyra í Sigurði Vopna og sjá til hvort sé ekki hægt að halda hátíðina í breyttri mynd.
 2. Fundur með Sigurði Vopna um hugmyndir fyrir Vopnaskak
  Margar góðar hugmyndir komu fram um útfærslu á hátíðinni í ljósi aðstæðna. Ákveðið var að Sigurður myndi halda áfram sinni vinnu að útfærslu hátíðarinnar í samráði við menningarmálanefnd. Sigurði falið að gera spjall á samfélagsmiðlum þar sem hann gæti kynnt fyrir nefndinni hugmyndir og þróun mála.
 3. Styrkbeiðni kammersveitarinnar Elju.
  Styrkbeiðnin var rædd og kom formaður með tillögu um að styrkja sveitina með beinum styrk að upphæð 100.000 kr. í stað 200.000 kr. Greidd voru atkvæði og tillagan samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu.
 4. Styrkbeiðni tónleikakórs Vopnafjarðar.
  Styrkbeiðninni var vísað til menningarmálanefndar frá sveitastjórn. Menningarmálanefnd vísar málinu aftur til sveitastjórnar á þeim forsendum að ekki er verið að sækja um menningarstyrk vegna ákveðins viðburðar heldur rekstrar/starfsstyrk. Enn fremur verður þessi ákveðna ferð sem talað er um í beiðninni ekki farin og því líklegt að sótt verði um aftur á nýjum forsendum. Menningamálanefnd tekur þó jákvætt í verkefnið og vill leggja til að kórarnir verði styrktir.
 5. Önnur mál
  Tilkynnt var um nýja áætlaða dagsettningu á leikriti frá Leikhópnum Lottu sem frestaðist fyrr á árinu vegna ástandsins í samfélaginu. Ný dagsetning er 19. júlí.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið 17:35

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir