Menningarmálanefnd 02. nóvember 2005

02.11 2005 - Miðvikudagur

Fundur menningarmála- og bókasafnsnefndar
Vopnafjarðarhrepps
-02. nóvember 2005

Miðvikudaginn 02. nóvember 2005 kl. 16.00 kom menningarmála- og bókasafnsnefnd saman til fundar í félagsheimilinu Miklagarði. Lágu fyrir fundi nokkur mál:

1. “Dagar myrkurs”:
Menningarmálanefnd hafði tekið um það ákvörðun að vera með dagskrá á s. k. “Dagar myrkurs” eins og á sl. ári, þá þótti vel til takast. Ólafur heldur utan um viðburðinn og að tillögu hans munu sjódraugar/sæskrímsli mynda þema upplestursins, uppleggið með samskonar hætti og í fyrra. Áætlað var að taka föstudaginn 18. nóv. undir viðburðinn en þar sem Helgi Björnsson söngvari hefur boðað komu sína þann dag verður dagskráin færð fram til fimmtudagsins 17. kl. 19.00 í Kaupvangi.

2. Bókmenntakynning:
Svo sem gert var á sl. ári verður bókakynningin unnin í samvinnu við Seyðisfjörð og Skriðuklaustur helgina 25.-27. nóv. n. k. og verður byrjað hér á Vopnafirði, í Kaupvangi n. t. t. Verskipting milli aðila er frágengin og verður hin sama og á umliðnu ári, Sigr. Dóra heldur um verkefnið f. h. menn.m.n.

Ekki liggur fyrir hverjir munu koma en tillögur að höfundum eru: Frá JPV: Þráinn Bertelsson og Ólafur Gunnarsson. Frá Eddu: Thelma/Gerður Kristný, Hallgrímur Helgason og Arnaldur Indriðason (sem telja verður því sem næst útilokað að fá nú um stundir). Auk heldur: Guðlaugur Arason.

Í stað þess að bjóða upp á frítt bakkelsi frá Brauðgerð Kristjáns var lögð fram tillaga að bjóða upp á “Dansk smörrebröd” frá Hótel Tanga, það selt á vægu verði – var tillagan samþykkt.

3. Efni á heimasíðu.
Ólafur gerði að tillögu sinni að greinargerð G. Ingu gjaldkera yrði sett á vefsíðu nefndarinnar, www.vopnamenning.is og var vel í hugmyndina tekið.

4. Fundur vegna þeirra andans bræðra, Jóns Múla & Jónasar:
Samþykkt að boðað verði til fundar viðvíkjandi JM&J-kvöld í apríl 2006 þar sem boðið skal upp á fjölbreytta dagskrá er gefur innsýn í fjölbreytt verk bræðranna. Ákveðið að fundað verði annað hvort mán.daginn 28. eða mi.daginn 30. nóv. n. k. Undirbúa þarf fundinn í tíma.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17.00.

Mætt til fundar: G. Inga Geirsdóttir, Ólafur B. Valgeirsson, Guðrún Anna Guðnadóttir og Sigríður Dóra Sverrisdóttir, er tók ofangreint saman.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir