Fundargerð menningarmálanefndar 24. júlí 2008

24.07 2008 - Fimmtudagur

Fundur menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps
-24. júlí 2008

Fimmtudaginn 24. júlí 2008 kl. 08:00 kom menningarmálanefnd saman til fundar í félagsheimilinu Miklagarði.

Vopnafjarðardagar komnir af stað og frá því greint að dorg og ganga hafi gengið vel. Var þátttaka mikil í dorginu í indælu veðri en Dagný, Hrafnhildur stýrðu dorginu með aðstoð Magnúsar. Gönguferðin á Tangasporð um kvöldið undir handleiðslu Jóseps Joð lukkaðist vel enda lék veðrið við mannskapinn, Hrafnhildur og Magnús voru í hópi göngugarpa.

Magnús greindi frá að samlesnar auglýsingar hafi hljómað e. h. í gær á RUV og mun halda áfram fram eftir vikunni. Magnús setur inn fréttir af viðburðum því sem næst um leið og þeir gerast á heimasíðu sveitarfélagsins – þannig voru viðburðir gærdagsins innkomnir gærkvöldi.

Farið í gegnum praktíska hluti eins og fána þá sem fara eiga í fánaborgina við Miklagarð, sem færð verður svo niður við nýja miðbæjarsvæðið þar sem útiskemmtun fer fram. Leiktækin verða hér í fyrramálið og geymast við áhaldahús í fiskikörum. Fylgir tækjunum loftdæla. Magnús tók málið síðan að sér og verður við uppsetningu ásamt mönnum frá sveitarfélaginu þegar þar að kemur.

Vikið að fjórhjólakeppninni m. t. t. trygginga að nýju, það mál kemur upp árlega – hvað hyggst Skúli framkvæmdaaðili gera í málinu? Brýnt að fá þessi mál á hreint þegar í stað. Dansarar úr danssmiðju munu sýna inn í Sandvík þegar sandlistaverkeppninni er lokið og er hið besta mál. Viðvíkjandi Sandvíkina verða þeir Gói og Halli klárir kl. 13, meðvitaðir um hlutverk sín.

Sigga Beinteins hafði samband og staðfesti að þau væru klár en Magnús hafði gengið eftir því að allt stæðist sem að þeim lítur. Sigríður Dóra greindi frá spjalli þeirra Benna Brynleifs og varðar starf söngsmiðjunnar, Múlastofa tekin inn í hana. Bent á að nýta sér gott fólk eins og Valgeir og Guðrúnu þó ekki í smiðjurnar að þessu sinni. Koma á skráningu fyrr í smiðjurnar var nefnt. Kraftakeppni Ingvars Jóels rædd en hann er ákaflega spenntur fyrir að halda slíka keppni hér og helst mót á milli Vopnfirðinga og Þórshafnarbúa að ári.

Helga og Þóra tilbúnar í miðasölu á föstudagskvöldið og Helga einnig á laugardag. Að öðru leyti er eftirlitið hússins að sinna.

Inga vék undir lok fundar að óánægðum ferðamönnum, sem koma að Kaupvangi læstum og opnun Kauptúns vekur furðu – og lokað á nefið á fólki kl. 17:58! Tjaldstæðið allt í lagi og sundlaugin sem fyrr fær góða einkunn. Greint frá óánægju Ólafs Ármannssonar með grillsölu okkar, sem er í samkeppni við söluskálann …

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:15. Næsti fundur ákveðinn á morgun, föstudaginn 25. kl. 08:00 á sama stað.

Mætt til fundar: Sigríður Dóra Sverrisdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, G. Inga Geirsdóttir, Dagný S. Sigurjónsdóttir og Magnús Már Þorvaldsson, er tók ofangreint saman. Guðrún Anna Guðnadóttir átti ekki kost á að mæta til fundar.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir