Menningarmálanefnd 01.06.02006

01.06 2006 - Fimmtudagur

Fundur menningarmála- og bókasafnsnefndar
Vopnafjarðarhrepps
-01. júní 2006


Fimmtudaginn 01. júní 2006 kl. 16.00 kom menningarmála- og bókasafnsnefnd saman til fundar í félagsheimilinu Miklagarði.

Í upphafi fundar kvaddi Magnús sér hljóðs og gerði grein fyrir þeim málum sem hann var með í farteskinu.

1) Samningur Vopnafjarðarhrepps og Menningarráðs Austurlands. Samningnum er ætlað að efla menningarstarf norðan Smjörfjalla og á Austurlandi öllu, undir 3. gr. segir m. a.:

Vopnafjarðarhreppur ræður starfsmann á sviði menningarmála í hlutastarf. Verkefni starfsmannsins verði tvíþætt samkvæmt samningi þessum.

• Annars vegar að stjórna og samræma uppbyggingu á menningarstarfsemi á Vopnafirði… Auk þess að vera tengiliður sveitarfélagsins við menningarmiðstöðvarnar fjórar á Austurlandi

• Hins vegar að umsjón með íslensku- og menningarverkefninu “Íslenskan er okkar mál” sem fram fer víða um Austurland

Skv. ofangreindu mun samningurinn taka til verkefnisins “Íslenskan er okkar mál” annars vegar, hins vegar til menningarstarfs á Vopnafirði að öðru leyti. 800 þúsund eru skilgreindar árlega í 2 ár frá MA og önnur eins upphæð eða hærri frá sveitarfélaginu.

2) Fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2006, menningarmál.

a) Laun 1.281 þúsund
b) Rekstrargjöld 947 þúsund
c) Sérstakt framlag 628 þúsund
d) Samningur 800 þúsund

Samtals: 3.656 þúsund

Til nánari skilgreiningar: Undir laun falla m. a. laun Sigríðar Dóru, nefndarlaun o. fl. Rekstrargjöld: vörukaup, fargjöld, vinna áhaldahúss í þágu menningar, húsaleiga. Sérstakt framlag: Beinn styrkur til menningarmálanefndar. Samningur: Sbr. ofangreindan samning við MA. Þessu til viðbótar koma laun Magnúsar Más, sem vinnur að menningarmálum með nefndinni og utan hennar.

Ákveðið var að taka saman sýnilegan kostnað m. v. áætlanir sumarsins frá hendi menningarmálanefndar og leggja fyrir sveitarstjórn. Stóra ballið mun vera utan þess ramma, sbr. umræðu á fundi hreppsnefndar þann 30. mars sl.

3) Vopnafjarðardagar – sumarið 2006.

Magnús beðinn um að fá endanlega staðfestingu á hvort Albert Eiríksson mæti með tónlistarhóp sinn þann 27. júlí s. k. en svo sem áður hefur fram komið fékk hann lágan styrk frá MA.

Ungmennin: Baldvin Eyjólfsson mun hafa á sér viku í sumar til að vinna með ungmennunum. Vilji er til þess að þemað að þessu sinni verði rokk að ósk Baldvins og þá að mikið verði lagt upp úr hinum sjónræna þætti líka. Ákveðið að boða til fundar þegar skólarnir nyrðra eru búnir. Ingibjörg Ólafsdóttir dvelur hér nú, spurning hvort hún er reiðubúin í samstarf. Hvað um Ásgrím Guðnason? Stefán Grím Rafnsson?

Vopnfirðingurinn Örn Björnsson er með hljómsveit á Akureyri og hyggst koma hingað með hana á Vopnafjarðardögum, þeirri hugmynd vel tekið og þess vænst að þau ungmenni sem hér eru að fremja tónlist taki þátt í skemmtun unglinganna. Örn og félagar leika á útiskemmtun fyrir 10 þús/meðlimur.

Sigríður Dóra segir Pétur pókus ráðinn, skemmtir á föstudaginn 28. bæði úti og inni fyrir kr. 70 þús. auk flugs. Þörf á að leita uppi fleiri atriði fyrir þau yngstu en Guðrún Anna hefur þegar tryggt hingaðkomu leiktækja, sem gleðja ætti unghjörtun. Hefur upp komið sú hugmynd að eigendurnir komi auk heldur hingað. Slík lending væri hið besta mál m. t. t. uppsetningu og frágangs.

Atriði úr Kardimommubænum kemur hins vegar ekki en Sigríður ræddi við félaga í leikfélagi Eyjafjarðarsveitar. Ómar Guðjónsson gítarséní og félagar hans vilja hingað og þá þann 11. júlí n. k. Sveitin flytur bossa nóvatónlist í anda Stan Getz og jazz enda náin tengsl á milli. Kostnaður 120 þús. + matur en ekki far og gisting. Ákveðið að fá Ómar og félaga hingað.

Ákveðið að samþykkja boð Kára Árnasonar og félaga hans, þ. á. m. Sigurður Flosason, þann 18. ágúst n. k. Kostnaður 80 þús. + gisting en ekki far en sleppa Andrési og hans flokki þó hann sé örugglega í sama gæðaflokki og nefndar sveitir. Þeir hefðu verið hér í kringum 27. júlí eða á sama tíma og Bergþór og Jóhanna Vigdís á vegum Alberts.

Athuga að fá allt hótelið yfir Vopnafjarðardaga og Kaupvang eina nótt undir nokkra listamenn. Í svörtum fötum og hagyrðingar í hús en ljóst er að dagskráin er orðin stíf laugardaginn 29. þar eð fjölskylduskemmtun hefst seinna en áætlað vegna gleðisveitarinnar Í svörtum fötum. Hagyrðingar verða í íþróttahúsi verði dagskráin ekki færð til fimmtudags, sem mótast af niðurstöðu samtals við Albert Eiríksson. Athuga að ræða þarf við Gunnar Sigurbjörnsson tæknimann, Magnús tók að sér að leita hann uppi.

4) Styrkir.

Ræða við þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa verið okkur hliðholl. Magnús tók að sér að ræða við yfirmann Landsbankans um framlag upp á 150 þús. en á sl. ári lagði bankinn til 100 þús., 15 þús. árin á undan. Athuga með Mælifell, Bílar & Vélar o. fl. Fyrir liggur 300 þús. kr. styrkur frá HB Granda og 500 þús. frá styrktarsjóði Baugur Group.

Fundur ákveðinn í næstu viku þar sem fjárhagsáætlun verður til skoðunar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17.20.


Mætt til fundar: Guðrún Anna Guðnadóttir, Sigríður Dóra Sverrisdóttir, Ólafur B. Valgeirsson, G. Inga Geirsdóttir og Magnús Már Þorvaldsson, er tók ofangreint saman.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir