Fundargerðir menningarmálanefndar

10.07 2006 - Mánudagur

Fundur menningarmála- og bókasafnsnefndar
Vopnafjarðarhrepps
-17. júlí 2006

Mánudaginn 17. júlí 2006 kl. 08.00 kom menningarmála- og bókasafnsnefnd saman til fundar í Kaupvangi. Fundurinn tók til umfjöllunar dagskrá Vopnafjarðardaga 2006 er Magnús hafði sett upp svo sem rætt var á síðasta fundi menningarmálanefndar.

Hér á eftir fer dagskráin eins og hún liggur fyrir að fundi loknum:

• Miðvikudagur 26. júlí

Kl. 17.00 Sjóstöng. Upplýsingar og skráning hjá Guðrúnu Önnu. Þátttökugjald í sjóstöng krónur 2.000,-
Kl. 17.00 Dorgveiði á Ásgarði.
Kl. 19.00 Gönguferð í Selárdal – Fagurhóll - Núpshorn undir leiðsögn Arthúrs S-Vík…? Farið frá félagsheimilinu Miklagarði kl. 19.30. Létt ganga.
Kl. 22.00 Sigling um fjörðinn. Kvöldsigling á björgunarbátnum Sveinbirni Sveinssyni gegn 1.000 króna gjaldi. Lagt af stað frá Ásbryggju kl. 22.00.


• Fimmtudagur 27.

Kl. 20.30 “Söngfuglar að sunnan”. Tónleikar Bergþórs Pálssonar, Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur, Sigrúnar Eðvaldsdóttur og Kjartans Valdimarssonar í Miklagarði. Aðgangur krónur…


• Föstudagur 28.

Kl. 14.00 Útiskemmtun við Vopnafjarðarskóla:

1. Hljómsveitin Ort
2. Pétur pókus
3. Bernd Ogrodnik brúðumeistari
4. Atriði úr Latabæ eða “Skoppa og Skrítla” fyrir þau litlu
5. Ungmenni og Baldvin Eyjólfs/meðlimum Signia
*Tónlistarflutningur ungmenna á milli atriða svo ekki verði um “dauða” stund að ræða.

Leiktæki, kassaklifur og sölubásar á svæðinu


Kl. 20.30 Fjölskylduskemmtun í Miklagarði:

1. Pétur pókus
2. Bernd Ogrodnik
3. Úrslit ljósmyndakeppni ungmenna kynnt
4. Símaleikur
5. Ungmenni skemmta ásamt félögum úr hljómsveitinni Signia. Skipta dagskrá ungmenna í tvennt, fyrir og eftir framkomu Péturs og Bernds?

Kl. 23.00 “Gleði á gosbarnum” (að lokinni skemmtun) fyrir ungmenni 14 ára og eldri. “Edrúmennska” í fyrirrúmi. Meðlimir úr Signý halda uppi stuði ásamt ungmennum. Yngri en 16 ára til kl. 01.00, eldri til kl. 02.00. Ókeypis aðgangur

Kl. 23.00-03.00 “Heimsreisa Höllu”, Björn Thor, Egill Ólafsson, Ásgeir Óskarsson og Birgir Hrafnsson, leika í Kaupvangi – frábær skemmtun! Krónur 1.500,-

• Laugardagur 29.

Kl. 10.00-15.00 Sandvíkurdagur, fjölskylduskemmtun:

Kl. 10.00 Keppni á fjórhjólum við flugvöllinn. Skráning hjá Skúla Þórðar
Kl. 11.00 Strandbolti. Skráning hjá Magnúsi Má fram til fimmtudags 27. júlí
Kl. 12.00 Sandlistaverkakeppni. Heimilt að nota vistvæn skreytiefni. Keppt í fullorðins- og unglingaflokki. Frumlegasta verkið tekur til beggja flokka. Hvatningarviðurkenning til barna.
Athuga: Hætta er á að þurfi að færa viðburðinn annað vegna rofs í sandströndina.
Kl. 14.00 Fjársjóðsleit, 30 vinningar í flöskum

Kl. 17.30 Fjölskylduskemmtun í Miklagarði:

Hljómsveitin Í svörtum fötum
Verðlaunaafhending fyrir strandbolta og sandlistaverk

Kl. 20.30 “Með íslenskuna að vopni”, hagyrðingakvöld í Miklagarði. Stjórnandi Steindór Andersen. Hagyrðingar: Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Pétur Blöndal blm., Jón Ingvar Jónsson, Friðrik Steingrímsson, Hákon Aðalsteinsson og Sigrún Á. Haraldsóttir.

Kl. 24.00-04.00 Stórdansleikur með hljómsveitinni Í svörtum fötum í Miklagarði. Aðgangur krónur 2.500,-• Sunnudagur 30.

Kl. 14.00 “Helgistund í Vopnafjarðarkirkju”. Hjónin Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving leiða stundina og verða með létta tónlist og söngva.”

Kl. 16.00 Golfmót, “Opna Iceland Express-golfmótið”. Skráning hjá Sigríði Dóru Sverrisdóttur.


Ákveðið að funda næst fimmtudaginn 20. júlí kl. 08.00 í Kaupvangi, upplýsingamiðstöð ferðamála.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10.00.

Mætt til fundar: Guðrún Anna Guðnadóttir, Sigríður Dóra Sverrisdóttir, G. Inga Geirsdóttir, Ólafur B. Valgeirsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Baldvin Eyjólfsson og Magnús Már Þorvaldsson, er tók ofangreint saman.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir