Framkvæmdir í miðbæ þokast áfram

26.07 2006 - Miðvikudagur

Fundur menningarmála- og bókasafnsnefndar
Vopnafjarðarhrepps
-26. júlí 2006

Miðvikudaginn 26. júlí 2006 kl. 08.00 kom menningarmála- og bókasafnsnefnd saman til fundar í Kaupvangi.

Farið í gegnum praktíska þætti viðvíkjandi Vopnafjarðardag 2006:

• Sjóstöng: Málband, pundari og pokar klárt en skráning engin enn.
• Dorg: Málband, pundari og pokar undir aflann.
• Gönguferð: Skiptimynt er klár og þátttaka líklega nokkur.
• Sjóferð: Gönguferð taki mið af sjóferð með björgunarbátnum, sem farin er kl. 22:00.
• Fjórhjól: Skúli Þorn hefur tögl og haldir. Þátttaka er óviss en ölkassi í verðlaun og nú er bara að vona að hann nái að keppa – og vinna…

Rætt um skráningu í einstaka viðburði, engin skráning enn í sjóstöng og fáist ekki þátttaka verða verðlaun nýtt í aðra keppni, ljósmyndakeppni líklega. Guðrún Anna mun ræða við Hrein Björgvinsson viðvíkjandi bát hans en Guðni hefur lýst yfir vilja til að vera með.

Hvað Kaupvang varðar þarf að setja utan um sængur og kodda en Magnús og Jóhann Gé. hafa séð um að koma rýmum í viðunandi horf fyrir gesti helgarinnar og er miðað við 8 rúm uppbúin. Athuga ennfremur að handklæði vantar, stór sem lítil, og verða eins og sængurför sótt á hótel.

Rætt um auglýsingakostnað. Gert er ráð fyrir að hann geti farið í 200 þúsund krónur en stefnt að því að fara ekki upp fyrir þá tölu. Sigríður Dóra heldur áfram leit sinni að tæknitröllinu Gunnari Sigurbjörnssyni en við erum í fremur erfiðum málum komi hann ekki.

Inn á fund leit Árni Róbertsson og færði fundarmönnum kassa af vel þegnu sælgæti og var þegar einn pakki “Dúndurbita” (eða e-ð því um líkt!) opnaður. Árni er meðvitaður um framlag sitt, snakk og sósur til handa ungviðinu – grænmeti ennfremur í tengslum við framlag Latabæjarstúlkna.

Aðeins vikið að tónleikum annað kvöld, Magnús mun taka á móti hópnum og boða þau í Kaupvang en Sigríður Dóra segir hagyrðinga alla tilbúna í slaginn og Inga mun annast forsölu í Miklagarði þar sem boðið er upp á pakkatilboð, sem ættu að vera fólki þóknanleg. Magnús sendir frá sér dreifimiða á morgun þar sem minnt er á tónleika kvöldsins með líklega einhverjum öðrum skilaboðum.

Ákveðið að funda næst miðvikudaginn 27. júlí kl. 08.00 í Kaupvangi, upplýsingamiðstöð ferðamála.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10.15.

Mætt til fundar: Guðrún Anna Guðnadóttir, Sigríður Dóra Sverrisdóttir, G. Inga Geirsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir og Magnús Már Þorvaldsson, er tók ofangreint saman.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir