Menningarmálanefnd 21.09.05

21.09 2005 - Miðvikudagur

Fundur menningarmála- og bókasafnsnefndar
Vopnafjarðarhrepps
-21. september 2005

Miðvikudaginn 21. september 2005 kl. 16.30 kom menningarmála- og bókasafnsnefnd saman til fundar í félagsheimilinu Miklagarði. Ýmis mál lágu fyrir fundi en nefndin kom síðast saman til formlegs fundar mánudaginn 18. júlí sl.

1. Uppgjör: Inga gjaldkeri greindi frá niðurstöðutölum sumarsins og lagði fram gögn þar að lútandi – þó ekki væri um endanlegar tölur að ræða í öllum tilfellum er ljóst að viðburðir menn.m.n. hafa komið vel en líklega verða menningarviðburðir þó seint settir undir hatt hagnaðarvonar. Í stuttu máli þetta:

Sýning Tolla: Styrkur Ljótsstaðamanna 50.000 krónur og VÍS (trygging verka) 150.000,- Gjöld samtals 101.207 krónur. Sundurliðað í gögnum gjaldkera nákvæmlega.

Skáldakvöld: Innkoma 159.600 krónur. Gjöld samtals 534.874,- Styrkir sem fengust á árinu nýttir til að greiða mismun. Sundurliðað.

Vopnafjarðardagar: Tekjur samtals 3.441.421 krónur. Gjöld samtals 2.975.904 krónur. Mismunur 465.517,- Innreiknað sem tekjur m. a.: Menningarráð Austurland 800 þús.; Vopnafjarðarhreppur 800 þús.; Menn.sjóður fél.heimila 300 þús.; HB Grandi 240 þús.; Bílar & Vélar 150 þús.; Landsbanki og Skeggjast.hr. 100 þús. hvor aðili; Mælifell 50 þús o. fl. Innkoma af viðburðum 831.421,- Sundurliðað.

Nánar verður gerð grein fyrir niðurstöðu viðburða í samantekt gjaldkera og menn.m.flltr., stöðu styrkja sveitarfélagsins o. fl. og lagt fyrir fund menn.m.nefndar.

2. Menningarverðlaun SSA: Skv. samtali menn.m.flltr. og Þorvaldar Jóhannssonar, frkv.stj. SSA, þann 12. sept. sl. orkar tvímælis að veita s. k. bæjarhátíðum menningarverðlaun SSA þar eð þær njóta styrkja hlutaðeigandi sv.fél. Var á Þorvaldi að heyra að slíkar viðurkenningar heyrðu sögunni til og hann myndi mæla svo á aðalfundi SSA dagana 15. – 16. sept. Staðfesti Þorvaldur að SSA hefðu borist tillögur héðan varðandi m. a. Vopnafjarðardaga, heimasíðu menn.m.nefndar (www.vopnamenning.is) og skáldakvöldin.

Menningarverðlaun SSA 2005 komu í hlut Láru Vilbergsdóttur á Egilsstöðum og að því tilefni sérstaklega greint frá uppbyggingarstarfi hennar við “Ormsteiti”, bæjarhátíð Egilsstaða, en sú hátíð er 5 ára, Vopnafjarðardagar 13. Menn.m.nefnd Vfjhr. óskar Láru til hamingju með viðurkenninguna en setur ?-merki við afgreiðslu stjórnar SSA.

3. Mögulegir viðburðir á Vopnafirði:

a) “Tenórinn” Guðmundar Ólafssonar. Hefur verið sl. helgar í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit við mikla hrifningu.
b) “Bríllínt skilnaður” Eddu Björgvinsdóttur, hefur hlotið einróma lof en kann að vera upptekin syðra á næstunni.
c) “Ausa” Ilmar Kristjánsdóttur, lofsamlegir dómar en verkið er e. k. kennsluverk í samvinnu skóla og leikhússins.
d) “Bítlasjóið” með Jóa Idol og félögum hefur vakið mikla athygli en talið erfitt í uppsetningu vegna flókinnar lýsingar...?
e) “Elvissýning” Friðriks Ómars og félaga gengur fyrir fullu húsi, geta komið hingað með minni sýningu en ella, miðað við 9 pers. í stað 14.

4. Landsbyggðatónleikar: FÍT og FÍH hafa tekið upp samstarf sem kemur til með að auka úrval þeirra viðburða er bjóðast á vegum landsb.tónl. Nefndarfólk sammála um gildi þess að halda samstarfinu áfram og þegar fyrir liggur síðar í haust hvað býðst verða listamenn fengnir hingað. Ólafur vakti athygli á safnaðarheimilinu sem tónleikahúsi fyrir ákveðna tegund tónlistar og var vísað á tónleika Páls Eyjólfssonar gítarleikara og Gerðar & Claudio.

5. Menningarráðstefna á Egilsstöðum 24. september n. k. Raunar er boðið upp á ferð um hluta ¼-ungsins á föstudeginum í tengslum við ráðstefnuna. Nefndarfólk sammála um gildi þátttöku í ráðstefnu þessari, Vopnafjörður er að byggja sitt starf upp og allar upplýsingar í þessum geira vel þegnar. Stefnt að þátttöku formanns og menn.m.flltr. Fulltrúar Vesterålen í Noregi kynna starf sitt og samstarf við Austurland.

6. www.east.is: Menn.m.flltr. vakti athygli á endurgerðum vef Markaðsstofunnar, jákvæð framkvæmd í hvívetna. Athugasemd gerð við myndband það sem MA hefur látið vinna og er á síðunni; þar er minnst á Bakkafjörð í norðri í tali en myndmálið (sem er aðall myndbands) lýkur á Dyrfjöllum í norðri – hinum eiginlegu Austfjörðum? Menningarmálanefnd ályktar:

“Menningarmálanefnd Vopnafjarðarhrepps væntir þess að hlutur Vopnafjarðar verði leiðréttur með verðugum hætti að beiðni sveitarstjórnar.” Borið upp og samþykkt samhljóða.

7. Jón Múli & Jónas: Unnið skal að því að koma verkefninu á fjárlög, þingmenn hafa lýst sig viljuga til að aðstoða við það. Unnið verði skipulega að koma upp dagskrá í vetur/vor með broti af verkum þeirra bræðra sem marka mun upphaf árlegrar hátíðar kennda við þá bræður. Næstu verkefni eru heimildar- og efnisöflun, undirbúningsvinna við setur JM&J, skipulag dagskrár o. fl. Vilji til að auglýsa almennan fund varðandi dagskrá um JM&J í vetur.

8. Stangveiðisetur: Sigríður Dóra upplýsti að Brian Booth muni fúslega veita Vopnfirðingum aðgang að dagbókum sínum en þær hafa að geyma miklar og merkar upplýsingar um veiðiskapinn í Hofsá umlangt árabil auk mynda hans. Unnið verði áfram að undirbúningi setursins á næstu misserum.

9. Menningarmálanefnd: Spurt var hverjir hygðust halda áfram þennan síðasta vetur þessa kjörtímabils. Lýstu allir nefndarmenn yfir vilja sínum til að halda áfram. Góðar fregnir fyrir Vopnafjörð!

10. Vefur menningarmálanefndar: Ólafur vék að vefnum og sagði mikilvægt að allar upplýsingar er vörðuðu menningarmálin komi þar inn. Ekkert er verra en daufleg heimasíða. Bent var á endurgerð heimasíðu hreppsins, dugir hún ekki? Ólafur svaraði því til að menn.m.n. ætti þetta lén og eðlilegt að halda því þó tengill á forsíðu heimasíðu hrepps verði til staðar.


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17.45.

Mætt til fundar: Sigríður Dóra Sverrisdóttir, G. Inga Geirsdóttir, Ólafur B. Valgeirsson, Guðrún Anna Guðnadóttir og Magnús Már Þorvaldsson, er tók ofangreint saman.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir