Menningarmálanefnd 21.06.02006

21.06 2006 - Miðvikudagur

Fundur fulltrúa menningarmálanefndar og ungra Vopnfirðinga
-21. júní 2006

Miðvikudaginn 21. júní kl. 20.00 komu saman til fundar 3 fulltrúar úr menningarmálanefnd og 7 fulltrúar ungra Vopnfirðinga. Til umræðu komandi Vopnafjarðardagar og þátttaka ungmenna í þeim.

Ákveðið var að Ingibjörg Ólafsdóttir skyldi ráðin til að stýra verkefnavinnunni ásamt Stefáni Grími Rafnssyni en góð stjórn grundvallar árangurinn. Ýmsar hugmyndir ræddar hvað boðið skuli upp á, verður m. a. að því stefnt að fjörugt rokk sem þema tónlistar. Baldvin Eyjólfsson hefur verið ráðinn til að annast stjórn þessa þáttar.

Rætt var um að koma á ljósmyndakeppni, á sl. ári gekk slík vel fyrir sig – þema: Sveitin okkar. Ungmennin reiðubúin til aðstoðar viðvíkjandi skreytingar á hátíðarsvæði. Fram kom hugmynd um furðubílakeppni, kassaklifur (sem er orðið klassískt), málun barna af kunnáttufólki og að Örn Björnsson mætti á svið með sveit sína að norðan. Munu piltarnir leika úti sem inni.

Greint var frá sýningu Auðuns Blöndal, Typpatal, sem sýnt verður þann 20. júlí n. k. Enn fremur frá því greint að reynt hefur verið að færa hagyrðingakvöld til en líklega verður því ekki við komið m. v. skipulag dagskrár.

Fleira ekki gert og fundi slitið um kl. 21.30.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir