Menningarmálanefnd 20.07.2006

20.07 2006 - Fimmtudagur

Fundur menningarmála- og bókasafnsnefndar
Vopnafjarðarhrepps
-20. júlí 2006

Fimmtudaginn 20. júlí 2006 kl. 08.00 kom menningarmála- og bókasafnsnefnd saman til fundar í Kaupvangi. Fundurinn tók til umfjöllunar dagskrá Vopnafjarðardaga 2006 í framhaldi af þeim sem haldinn var sl. mánudag.

Magnús greindi frá að búið væri að tryggja opnu í dagskrá hinni stóru þar sem dagskrá Vopnafjarðardaga væri öll kynnt ásamt helstu styrktaraðilum, þ. e. lógó þeirra allra. Dagskráin væri komin inn á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps, www.vopnafjardarhreppur.is, á www.east.is og send Jóni Sigurðarsyni. Auk heldur eru skjáauglýsingar og samlesnar að fara í loftið – Hafþór bíður skila á texta og fer í gerð veggspjalds í framhaldinu, sem stefnt er að verði klárt á mánudag.

Svo virðist sem allir styrktaraðilar séu komnir í hús og búið að ganga frá því sem panta þarf fyrir hátíðina. Sandvíkurfjaran lítur betur út, örugg eftir að hafa verið rofin af útrás tjarnarinnar lengst af í sumar, er það vel. Hvað skráningu varðar munu Guðrún Anna (sjóstöng), Skúli Þórðar (4-hjól), Magnús Már (strandbolti) og Sigríður Dóra (golfmót) annast hana.

Að nýju er dagskrá til skoðunar, farið í gegnum hvern lið fyrir sig m. t. t. auglýsinga o. fl.

Ákveðið að funda næst mánudaginn 25. júlí kl. 08.00 í Kaupvangi, upplýsingamiðstöð ferðamála.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10.00.

Mætt til fundar: Guðrún Anna Guðnadóttir, Sigríður Dóra Sverrisdóttir, G. Inga Geirsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Ólafur B. Valgeirsson og Magnús Már Þorvaldsson, er tók ofangreint saman.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir