Fundargerðir fræðslunefndar

13.07 2006 - Fimmtudagur

Fundur menningarmála- og bókasafnsnefndar
Vopnafjarðarhrepps
-13. júlí 2006

Fimmtudaginn 13. júlí 2006 kl. 08.00 kom menningarmála- og bókasafnsnefnd saman til fundar í Kaupvangi Hafði Ingibjörg verið boðuð til fundar með hliðsjón af starfi hennar með ungmennum.

Í upphafi fundar var vikið að fjáröflun Vopnafjarðardaga, ESSÓ með 50 þúsund á sl. ári en 100 árið áður, hvað nú? Bent á að bensínsala sé mikil um Vopnafjarðardaga, Heimir Sig.son frkv.stj. hér á Vopnafirði og mun Magnús hitta hann að máli. Magnús staðfestir vinninga í símaleikinn, 2 símar frá Símanum.

Sigríður Dóra greindi frá samskiptum sínum við Ólaf G. Einarsson, form. bankaráðs Seðlabanka, gerir sér vonir um að fá þaðan 250 þúsund. Vonum það besta.

Bent á að nafn hljómsveitar Arnar Björnssonar er Ort, hvorki meira né minna. Skv. Ólafi Valgeirssyni býðst okkur Þorvaldur “Á sjó” Halldórsson, líklega þri.kvöldið 25., í Vesturfaramessu eins og Ólafur kaus að nefna viðburðinn. Kyrjar Þorvaldur trúarlega söngva.

Ingibjörg sagði 10 krakka vilja taka þátt í ljósmyndasamkeppninni, Guðrún Anna talar við Pedrómyndir um samvinnu. Skv. Ingibjörgu hefur engin skráð sig í furðubílarall en Stefán Grímur og Símon íhuga að skora eldri karla á hólm. Auk þeirra 8 sem ætla að taka þátt í dagskrá ungmenna hafa Alexander, gítarleikari, og Símon, söngur, lýst yfir vilja sínum að koma fram. Vilja einnig koma fram á útisviði. Krakkarnir 8 flytja samtals 8 lög þar sem 2 eru hópsöngur.

Magnús mun enn á ný freistast til að ná tali af Sverri “Sveppa” en okkur vantar eitt atriði fyrir þau yngstu. Hagyrðingar verði settir á lau.kvöldið kl. 20.30 og golfmót fært til sunnudags kl. 16.00.

Ræða þarf við Hafþór um gerð veggspjalda en ný prentvél hans gefur nýja áður óþekkta möguleika. Spjöldin fara upp hér, Þórshöfn, Bakkafirði og Egilsstöðum. Muna að minna á pakkatilboð okkar.

Ákveðið að funda alla hátíðarmorgna kl. 08.00 í Kaupvangi. Muna að koma þarf tilkynningum til Markaðsstofunnar.

Greint frá keppni 4-hjóla í Sandvíkinni á lau.dag þar sem aðstandendur sjá alfarið um keppnina sjálfir. Rætt um tímasetningar dagskrárliða, bolti kl. 12, listaverk kl. 13, og loks fjársjóðsleit kl. 15.00. Taka þarf sérstaklega fram að að um takmarkaðan tíma er að ræða við sandlistagjörð.

Kvöldsigling um fjörðinn verður með björgunarbáti ef veður leyfir og þátttakan er næg kl. 22.00 á þriðjudag.

Fleira ekki skráð en almennt spjall að fundi loknum.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 09.20. Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 17. n. k.

Mætt til fundar: Sigríður Dóra Sverrisdóttir, G. Inga Geirsdóttir, Guðrún Anna Guðnadóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir og Magnús Már Þorvaldsson, er tók ofangreint saman.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir