Fundargerð menningarmálanefndar 25. júlí 2008

25.07 2008 - Föstudagur

Fundur menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps
-25. júlí 2008

Föstudaginn 25. júlí 2008 kl. 08:00 kom menningarmálanefnd saman til fundar í félagsheimilinu Miklagarði.

Rifjað upp gærkvöldið þar sem hagyrðingar áttu leik. Nefndarmenn almennt á því að Ingi Steinar hafi staðið upp úr en kvöldið í heild vel heppnað. Staðfest að Ingvar Jóel kemur og verður skvísað inn á milli þátt með eina eða tvær greinar, önnur inn á milli og hin að lokinni dagskrá á sviði.

Greint frá að Björgun kemur inn með 100 þús. króna styrk og ber að fagna því. Skúli Þórðar og fjórhjólakeppni til umræðu enn á ný – keppnin er í uppnámi því enn hefur einungis einn staðfest þátttöku! Og ef ekki vill betur er sjálfhætt.

Magnús greinir frá undirbúningi viðburða, allt miðar í rétta átt. Allt útlit fyrir að mikið verði gaman í Miklagarði í kvöld þegar fjölskylduskemmtunin fer fram og Leikhúsbandið leikur að skemmtuninni lokinni. Farið í gegnum praktísk atriði. Muna t. a. m. eftir pokum í sal undir matarleifar (!), leikhópurinn kemur við sögu i grillinu. Ákveðið að fara með útiskemmtunina í miðbæinn, á nýja sviðið en vagn Eimskips verði plan B.

Spurt um förðun þá sem þeir feðgar, Björgvin og Hreinn, eru að tala um? Barnabarn Hreins mun það vera, stúlkan er hér á eigin vegum og var ekkert við okkur rætt um málið, sem við auglýstum þó í okkar dreifibréfi. Dreifibréf farið út hvern morgun þar sem minnt er á viðburði dagsins og næstu daga.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:00. Næsti fundur ákveðinn á morgun, laugardaginn 26. kl. 09:00 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps.

Mætt til fundar: Sigríður Dóra Sverrisdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, G. Inga Geirsdóttir, Dagný S. Sigurjónsdóttir og Magnús Már Þorvaldsson, er tók ofangreint saman. Guðrún Anna Guðnadóttir átti ekki kost á að mæta til fundar.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir