Fundargerð hreppsnefndar 28. júní 2018

29.06 2018 - Föstudagur

Fundur

Fundur nr. 3 kjörtímabilið 2018 – 2022

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 28. júní 2018 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 16:00.

 

Mætt til fundar: Sigríður Bragadóttir, Stefán Grímur Rafnsson, Bárður Jónasson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Teitur Helgason, Bjartur Aðalbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

 

Einnig mættur Magnús Már Þorvaldsson sem ritaði fundargerð.

 

 

Dagskrá

 

 

  1. Fundargerðir:
  1. 1. fundur samráðshóps um aðgerðarstjórnstöð Almannavarnanefndar Múlaþings 28. maí 2018

Lagt fram til kynningar.

 

 

  1. 2.     Almenn mál:
  2. Hafnasambandsþing Hafnasambands Íslands haldið 25.-26. október 2018 á Grand hótel í Reykjavík

Lagt fram til kynningar.

 

1. Aðalfundur SSA haldinn 7.-8. september 2018 á Hallormsstað

Samhljóða samþykkt að til fundar fari Sigríður Bragadóttir, Bjartur Aðalbjörnsson og Teitur Helgason f.h. Vopnafjarðarhrepps. Stefán Grímur Rafnsson situr fundinn sem stjórnarmaður í SSA.

 

2. Svæðisskipulagsnefnd Austurlands

Stefán Grímur gerði nánar grein fyrir málinu að beiðni oddvita. Síðan var samhljóða samþykkt að aðalmenn í nefndinni f.h. Vopnafjarðarhrepps verði Axel Örn Sveinbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson og varamenn Stefán Grímur Rafnsson og sveitarstjóri.

 

3. Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga 18. júní 2018

Samhljóða samþykkt að taka málefni öldungaráðs og samstarfshóps um málefni fatlaðs fólks til skoðunar og er oddvita falið að vinna málið áfram.

 

4. Samband íslenskra sveitarfélaga: Námsferð til Danmerkur 2.-6. september nk.

Lagt fram til kynningar.

 

5. Heilbrigðiseftirlit Austurlands ársskýrsla 2017

Vakin er athygli á að skýrsluna er að finna á vef HAUST www.haust.is Annars til kynningar.

 

6. Héraðsskjalasafn Austfirðinga: fjárhagsáætlun 2019 og rekstrarframlög 2019

Lagt fram til kynningar.

 

7. Vatnsaflsvirkjun í Þverá í Vopnafirði – Drög að tillögu að matsáætlun allt að 6 MW virkjunar

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við málið á þessu stigi og vísar til skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar þar. Samþykkt með 6 atkvæðum, Bjartur sat hjá.

 

8. Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að aldarafmælisins verði minnst í sveitarfélaginu og er erindinu vísað áfram til menningarmála- og fræðslunefndar. Einnig samhljóða samþykkt kaup á afmælisfánum og er oddvita falið að fylgja málinu eftir.

 

  1. 3.      Bréf til sveitarstjórnar frá:
  2. Víði Valssyni

Samhljóða samþykkt að vísa málinu áfram til forstöðumanns þjónustumiðstöðvar. Jafnframt hvetur sveitarstjórn kattareigendur til að fylgja eftir samþykkt sveitarfélagsins um katta- og gæludýrahald og er að finna á finna á heimasíðu sveitarfélagins.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 17:00.

Fundarboð 28. júní 2018.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir