Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 22. ágúst 2018

31.08 2018 - Föstudagur

 

 Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps

22. ágúst 2018, haldinn í Miklagarði kl. 12:00

 

Mætt til fundar: Borghildur Sverrisdóttir, Höskuldur Haraldsson, Ingólfur Daði Jónsson, Ingólfur Bragi Arason og Jón Ragnar Helgason.

 

Einnig sat fundinn Magnús Már Þorvaldsson er ritaði fundargerð.

 

Við upphaf fundar óskaði formaður að taka inn tvö mál með afbrigðum; annars vegar breytingartillögu að götunni Sigtúni, hins vegar byggingarleyfisumsókn símahúss að Urðum. Samhljóða samþykkt að taka málin inn á dagskrá sem 9. og 10. mál.

 

Dagskrá:

 

1. mál: Aðalskipulag Vopnafjarðar – deiliskipulag hafnarsvæðis – Hjálögð er umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 06. júlí 2018, HAUST, dags. 10. júlí 2018, Samgöngustofu, dags. 12. júlí 2018, Vegargerðar, dags. 19. júlí 2018 og Minjastofnunar, dags. 23. júlí 2018, lagðar fram til afgreiðslu.

 

Frestur til að skila umsögnum og athugasemdum við verkefnislýsinguna var til 20. júlí sl. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Samgöngustofu, HAUST og Minjastofnun. Engar athugasemdir eru gerðar af hendi HAUST, Samgöngustofu og Minjastofnunar.

Skipulagsstofnun bendir á í bréfi sínu að skýra þurfi nánar af hverju nýtt deiliskipulag skuli unnið í ljósi þess að litlar breytingar eru fyrirhugaðar á svæðinu. Eins að afmörkun nýs deiliskipulags skuli ekki taka til hafnarsvæðisins alls sem er innan afmörkunar gildandi deiliskipulags. Bent er á gera þurfi grein fyrir þeim breytingum sem verða á eldri samþykktum til upplýsingar fyrir hagsmunaaðila og almenning. Við vinnslu deiliskipulags þarf einungis að leggja mat á áhrifin af þeim breytingum sem verið er að gera og loks að samhliða samþykkt og auglýsingu hins nýja skipulags þarf að vinna og auglýsa breytingu á afmörkun gildandi deiliskipulags.

Í bréfi Vegagerðar segir að fyrirhugað deiliskipulag sé kallað „deiliskipulag fyrir hafnarsvæði Vopnafjarðarkaupstaðar“ og gæti skilist að næði til hafnarsvæðisins alls. Svo er ekki heldur fjallar skipulagið aðeins um hluta hafnarsvæðisins. Þetta gæti valdið misskilningi eða -túlkun. Lögð er áhersla á að deiliskipulagsreitur verði afmarkaður við veghelgunarsvæði, vegir og helgunarsvæði annað hvort alveg innan eða öllu leyti utan deiliskipulagssvæðis.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við hreppsnefnd að vinna áfram að tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á grundvelli fyrirliggjandi verkefnislýsingar og að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem hafa borist.

 

2. mál: Aðalskipulag Vopnafjarðar – deiliskipulag íþróttasvæðis – Hjálögð er umsögn Minjastofnunar, dags. 15. júní 2018, lögð fram til afgreiðslu.

 

Deiliskipulagið var auglýst þann 02. júní sl. og var frestur til að skila athugasemdum til 13. ágúst 2018. Engar athugasemdir bárust. Umsögn frá Minjastofnun við tillögu á vinnslustigi barst þann 15. júní 2018 eftir að frestur til að skila athugasemdum var liðinn.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við hreppsnefnd að deiliskipulagstillaga fyrir íþróttasvæði Vopnafjarðar verði samþykkt. Tekið verði tillit til ábendinga Minjastofnunar.

 

Fulltrúi Minjastofnunar hefur lokið vettvangsskoðun svæðisins en þó vill skipulags- og umhverfisnefnd vekja athygli á að gildandi fornleifaskráning fyrir Vopnafjarðarhrepp unnin árið 2005 uppfyllir ekki staðla Minjastofnunar Hvetur stofnunin Vopnafjarðarhrepp að ráðast í heildarskráningu á þéttbýlinu enda muni slík skráning vera mikilvægt gagn þegar kemur að skipulagsvinnu innan svæðisins í framtíðinni.

 

3. mál: Aðalskipulag Vopnafjarðar, breyting – Hjálögð umsögn Minjastofnunar, dags. 21. júní 2018, lögð fram til afgreiðslu.

 

Umsögn Minjastofnunar, dags. 15.06.18 um verkefnislýsinguna barst eftir að frestur til að skila umsögnum var liðinn.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með Minjastofnun að kannað verði hvort allar námur/efnistökusvæði sem falla undir aðalskipulagsbreytinguna hafi verið teknar út á vettvangi. Meta þarf á vettvangi staðsetningu og gerð gönguleiða að þeim sem og nýrra innan þéttbýlisins m.t.t. mögulegra áhrifa á fornleifar. Tillögur um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum verði sendar stofnuninni til umsagnar skv. 16. gr. laga um menningarminjar. Ennfremur skal mið af því tekið að við gerð aðalskipulags að fyrirhuguð framkvæmdasvæði sem fela í sér jarðrask verði skráð á vettvangi áður aðalskipulag er samþykkt.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að vísa umsögninni til ráðgjafa til frekari úrvinnslu við gerð breytingartillögunnar að teknu tilliti ofangreindra atriða.

 

4. mál: Miðbraut 13 – Umsókn Sláturfélags Vopnfirðinga, dags. 12. júlí 2018, um heimild til lengingar bílskúrs og til að innrétta hann sem hluta íbúar. Meðfylgjandi er uppdráttur Helga Hjálmarssonar ark., dags. 03. ágúst 2018, ásamt byggingarlýsingu og skráningartöflu. Jafnframt samskiptapóstar og umsögn HAUST.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða erindið fyrir sitt leyti.

 

5. mál: Refsstaður ehf. – Umsókn Refsstaðar ehf. um heimild til að breikka hlöðu við Refsstað 2 skv. erindi dags. 10. ágúst 2018. Jafnframt breikkun verður breyting á þakformi. Meðfylgjandi skissaðar teikningar og ljósmyndir.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en kallar eftir uppdráttum og skráningartöflu. Verður erindið tekið fyrir að nýju þegar fullnaðargögn liggja fyrir.

 

6. mál: Háholt 7 – Eldisfóður ehf. óskar eftir lóðarstækkun, að lóð við Háholt 7 verði skipt sbr. erindi dags. 09. apríl sl. Vísað er til fyrirtektar á fundi skipulagsnefndar 07. maí sl. og á fundi sveitarstjórnar 17. s.m.

 

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 07.05. sl. var erindið samþykkt. Vísar nefndin erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

 

7. mál: Steinholt 4 – Klæðning húss með hvítlitaðri zinkklæðningu. Málið varðar framhald framkvæmda frá 2015 sem samhljóða voru samþykktar á fundi skipulagsnefndar þann 10. nóvember s.á. Lagt fram til kynningar.

 

8. mál: Hamrahlíð 20 – Endurnýjun glugga skv. tilboði Gluggasmiðjunnar ehf. Um óverulega breytingu á gluggum er að ræða sbr. hjálagðar ásýndir. Lagt fram til kynningar.

 

9. mál: Sigtún – Tillaga að endurbættri götu Sigtúns skv. uppdrætti unninn af Stefáni Guðnasyni, mótt. 20.08.18. Lagt fram til samþykktar, þ.e. að heimild verði frekari umhverfishönnun.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samljóða erindið. Leitað verði samþykki íbúa á vinnslustigi tillögunnar.

 

10. mál: Símahús að Urðum – Minjavernd sækir um byggingarleyfi fyrir þegar reistu húsi, endurgerðu símahúsi upphaflega reist 1905. Meðfylgjandi eru gögn sem staðfesta stofnun lóðar, framseld réttindi, auglýsingu Vfj.hr. og lóðarleigusamning.

 

Magnús kynnti málið nánar og lýsti verkferlinu allt frá stofnun lóðar til undirritunar lóðarleigusamnings í maí 2018. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að veita byggingarleyfi fyrir sitt leyti.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samhljóða samþykkt – fundi slitið kl. 12:55.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir