Fundargerð hreppsnefndar 06. september 2018

07.09 2018 - Föstudagur

Fundur nr. 7 kjörtímabilið 2018-2022

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopafjarðarhrepps fimmtudaginn 06. september 2018 í félagsheimilinu Miklagarði kl 13:00.

 

Mætt til fundar: Sigríður Bragadóttir, Stefán Grímur Rafnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Teitur Helgason, Sigurjón H. Hauksson, Bjartur Aðalbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

 

Einnig mættir Baldur Kjartansson skrifstofustjóri og Magnús Már Þorvaldsson sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti leitaði afbrigða frá dagskrá, að Jörgen Sverrisson komi mögulega inn fyrr á fundinn en dagskrá gerir ráð fyrir. Samhljóða samþykkt. Síðan var gengið til dagskrár.

 

Dagskrá

 

1.   Fundargerðir

a. SNS og KÍ 28. ágúst 2018

Lagt fram til kynningar

 

b. SNS og LSS 18. júlí 2018

Lagt fram til kynningar

 

2. Almenn mál

a. Aðalskipulag Vopnafjarðar – deiliskipulag hafnarsvæðis

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að unnið verði áfram að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á grundvelli fyrirliggjandi verkefnislýsingar og að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem hafa borist.

 

b. Aðalskipulag Vopnafjarðar - deiliskipulag íþróttasvæðis

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagstillögu fyrir íþróttasvæðið. Tekið verði tillit til ábendinga sem hafa borist.

 

c. Eldisfóður ehf. – Lóðarstækkun

Sveitarstjórn leggur til að skoðað verði hvort hægt sé að skipta fasteigninni við Háholt 7 í tvo hluta og umrædd frystigeymsla fái þá nýtt fasteignanúmer. Samhliða því yrði gerður samningur við Eldisfóður ehf. um nýtingu og byggingarrétt á lóð við Háholt 5. Með þessu er ekki gengið á byggingarmöguleika á lóð við Háholt 5. Byggingafulltrúa falið að ljúka málinu. Samhljóða samþykkt.

 

d. Aðalfundur SSA – Kjörbréf fyrir fulltrúa svf.

Fyrirliggjandi kjörbréf samhljóða samþykkt að til aðalfundar SSA fari Sigríður Bragadóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Teitur Helgason.

 

e. Landbót – Styrkumsókn

Styrkbeiðni samhljóða samþykkt og vísað til komandi fjárhagsáætlunargerðar.

 

f. Tjaldstæði sveitarfélagsins – Jörgen Sverrisson

Jörgen kynnti hugmyndir sínar um framtíðar tjaldsvæði sveitarfélagsins á Merkistúni.

 

g. Vatnsréttarmál – Jón Jónsson hrl. kynnir stöðu máls

Fundur lokaður undir þessum lið. Jón Jónsson greindi frá framgangi máls, stöðu þess og næstu skref. Fært í trúnaðarbók.

 

h. Húsnæðisáætlun – Skýrsla EFLU unnin fyrir Vopnafjarðarhrepp

Lagt fram til kynningar.

 

3. Bréf til sveitarstjórnar

a. Hafdís Bára Óskarsdóttir – Iðjuþjálfun, upplýsingar

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og er samhljóða samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.

 

b. Þjóðskrá Íslands – Tilkynning um fasteignamat 2019

      Lagt fram til kynningar

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 15:24.

Fundarboð 06. september 2018.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir