Fundargerð hreppsnefndar 24. septermber 2018

25.09 2018 - Þriðjudagur

Fundur

 

Fundur nr. 8 kjörtímabilið 2018-2022

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopafjarðarhrepps mánudaginn 24. september 2018 í félagsheimilinu Miklagarði kl 16:00.

 

Mætt til fundar: Sigríður Bragadóttir, Stefán Grímur Rafnsson, Bárður Jónasson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Teitur Helgason, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Sigríður Elva Konráðsdóttir.

 

Einnig mættir Þór Steinarsson sveitarstjóri og Magnús Már Þorvaldsson sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá

 

1.      Fundargerðir

a. Skipulags- og umhverfisnefndar 20. september 2018

Fundargerðin samhljóða samþykkt.

 

b. Menningarmálanefndar 10. september 2018

Fundargerðin samhljóða samþykkt.

 

2.      Almenn mál

a. Regluvarsla varðandi skráð hlutabréf

Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 og reglum FME um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja nr. 1050/2012 ber sveitarfélaginu að ráða regluvörð, enda er sveitarfélagið með skráð skuldabréf á verðbréfamarkaði.

 

Sveitastjórn samþykkir að gera samning við KPMG um að annast regluvörslu fyrir sveitarfélagið að því er varðar skráð skuldabréf.

 

Einnig staðfestir sveitarstjórn ráðningu Kristínar Aðalheiðar Birgisdóttur sem regluvörð félagsins og Ásu Kristínar Óskarsdóttur sem staðgengil regluvarðar.

 

Samhljóða samþykkt.

Áður tekið fyrir á fundi þann 30. ágúst sl.

 

3.      Bréf til sveitarstjórnar

 

a. Félagsráðgjafafélag Íslands – Breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar en Vopnafjarðarhreppur er með samning við Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.

 

b. Bókaútgáfan Hólar – Samstarf á Austurlandi

Málið nánar kynnt og samhljóða samþykkt að festa kaup á 10 eintökum. Sveitarstjóra falið að ganga í málið.

 

c. Smári Valsson – Snjómokstur í Vesturárdal

Sveitarstjóri kynnti málið og samhljóða samþykkt að hann afli frekari upplýsinga og kynni fyrir sveitarstjórn og svari bréfritara.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 16:22.

Fundarboð 24. september 2018.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir