Fundargerð hreppsnefndar 04. október 2018

05.10 2018 - Föstudagur

Fundur

 

Fundur nr. 9 kjörtímabilið 2018-2022

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps mánudaginn 4. september 2018 í félagsheimilinu Miklagarði kl 16:00.

 

Mætt til fundar: Teitur Helgason, Þuríður Björg Árnadóttir, Árný Birna Vatnsdal, Sigríður Elva Konráðsdóttir, Fanney Björk Friðriksdóttir, Ragna Lind Guðmundsdóttir og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig mættur Þór Steinarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá


 1.      Fundargerðir

 

a. Fundargerð íþrótta og æskulýðsnefndar 27.09.18

Fundargerðin samhljóða samþykkt.

 

2.      Almenn mál

 

a. Samþykkt með afbrigðum að taka á dagskrá fundarins skipun Söndru Konráðsdóttur sem varamann í Heilbrigðisnefnd Austurlands. Samhljóða samþykkt.

 

b. 8. mán. uppgjör – kynning frá KPMG

Frestað

 

c. Endurskoðun aðalskipulags

Lagður fram fyrirlestur frá Skipulagsdegi Skipulagsstofnuna og rætt almennt um aðalskipulag hreppsins í framhaldi. Málinu frestað.

 

d. Umsögn um matsáætlunartillögu vegna virkjunar í Þverá í Vopnafirði

Lögð fram og lesin upp umsögn sveitarstjóra um tillöguna.

 

e. Ferðamálastefna Vopnafjarðar

Lögð fram drög að ferðamálastefnu og bréf sveitarstjóra um að ráðast í vinnu við að klára stefnuna í samræmi við áherslur sveitarstjóra. Samhljóða samþykkt.

 

f. Laun sveitarstjórnarmanna

Talin ástæða til að endurskoða laun sveitarstjórnarfulltrúa. Samþykkt að skipa nefnd sem kemur með tillögu að breytingu á kjörum sveitarstjórnarfulltrúa. Nefndin samanstandi af sveitarstjóra, fulltrúa meirihluta og fulltrúa minnihluta. Samþykkt samhljóða.

 

g. Tryggingamál sveitarfélagsins

Samfylkingin leggur fram eftirfarandi bókun vegna ákvörðunar VÍS um lokun þjónustuskrifstofu fyrirtækisins á Vopnafirði: Við hörmum þá ákvörðun VÍS að loka þjónustuskrifstofu sinni á Vopnafirði 1. október 2018 eftir áralanga þjónustu. Þessi ákvörðun er algerlega óásættanleg fyrir viðskiptavini sem margir hverjir hafa verið í viðskiptum við fyrirtækið; sérstaklega vegna nálægðar og góðrar þjónustu. Í mótmælaskyni við þessa ákvörðun VÍS æstlar sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps að endurskoða viðskipti sín við fyrirtækið. Samþykkt samhljóða.

 

h. Tilraunaverkefni Húsnæðislánasjóðs

Lögð fram tillaga um að fyrirliggjandi greinargerð verði send Íbúðalánasjóði sem umsókn um þátttöku í tilraunaverkefni sjóðsins um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Samþykkt samhljóða.

 

 3.      Bréf til sveitarstjórnar

 

a. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið – Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Lagt fram.

 

b. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið – Framlög vegna nemenda í tónlistarnámi

Lagt fram. Samþykkt að senda til skólastjóra tónlistarskólans og fræðslunefndar.

 

c. Vinnueftirlitið – Athugasemdir vegna endurskoðunar áhættumats

Lagt fram.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 17:24.

Fundarboð 04. október 2018 - 1.pdf

Fundarboð 04. okttóber 2018 - 2.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir