Fundargerð hreppsnefndar 13. desember 2018

13.12 2018 - Fimmtudagur

Fundur nr. 14 kjörtímabilið 2018-2022


Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 13. desember 2018 í félagsheimilinu Miklagarði kl 16:00.


Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Bárður Jónasson, Ragna Lind Guðmundsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson, Teitur Helgason og Sigríður Bragadóttir.

Einnig sat fundinn Baldur Kjartansson og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Í byrjun fundar var leitað afbrigða um að fá að færa dagskrárlið 2a fram fyrir önnur mál og að fella niður lið 1d. Samþykkt samhljóða. Að því loknu var gengið til fundar.

1. Fundargerðir

a. Fundur fræðslunefndar 21.11

Samþykkt samhljóða.

b. Fundur ungmennaráðs 28.11

Varðandi a-lið: Sveitarstjórn fagnar áhuga nefndarfólks á sveitarstjórnarfundum og hvetur það til að sækja þá þegar það telur sig eiga erindi. Varðandi b-lið og c-lið: Samþykkt að hefja vinnu við frístunda-, og æskulýðsstefnu sveitarfélagsins. Varðandi d-lið: Skoðað verður að skipta út hjólabrettarampi á skólalóð fyrir önnur tæki sem yrðu betur nýtt. Samþykkt að huga að ástandi skólalóðar og grípa til bráðabyrgðaaðgerða ef þörf er á þangað til farið er í heildarframkvæmdir á lóðinni. Samþykkt samhljóða.

c. Stjórnarfundur Sambands Íslenskra sveitarfélaga 30.11

Lagt fram.

d. Fundur hafnarnefndar 11.12

Frestað til næsta fundar.

2. Almenn mál

a. Rafstöð í Þverá – kynning Skírnir Sigurbjörnssonar

Skírnir Sigurbjörnsson frá Arctic Hydro og Haukur Einarsson og Bjarki Þórarinsson frá verkfræðistofunni Mannvit kynntu og svöruðu spurningum um áform um byggingu smávirkjunar í Þverá í Vopnafirði.

b. Kjarasamningar – umboð

Sveitarstjórn felur Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir sína hönd. Samþykkt samhljóða.

c. Rekstur ljósleiðara

Sveitarstjóra falið að vinna ítarlegt minnisblað um ólíkar leiðir við rekstur ljósleiðara. Samþykkt samhljóða.

d. Uppbygging félagslegs húsnæðis á Vopnafirði

Lögð fram tillaga sveitarstjóra um byggingu félagslegs húsnæðis á Vopnafirði. Samþykkt samhljóða.

e. Fjárhagsáætlun 2019

Fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2019 ( 2019-2022), síðari umræða.

Sveitarstjóri fór yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana þess og fjallaði um vinnulagið við áætlunargerðina og fyrirhugaðar breytingar þar á. Fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2019-2022 samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Fulltrúar minnihluta sitja hjá.

f. Tillaga að útsvarsálagningu 2019

Útsvarshlutfall breytist ekki á milli ára og eru heimildir áfram fullnýttar til að standa undir rekstri og afborgunum lána í A hluta. Álagningarprósenta útsvars á árinu 2019 verður því 14.52%. Samþykkt samhljóða.

g. Samþykktir um gatnagerðargjöld, stofngjald fráveitu, byggingaleyfisgjald, gjöld vegna skipulagvinnu, afgreiðslu, þjónustugjöld og gjaldskrá vatnsveitu 2019. Lögð fram tillaga að breytingum á þjónustugjöldum vegna skipulags- og byggingarmála. Vatnsgjald verður áfram 0,3% af fasteignamati húss, holræsagjald 0,32% af heildarfasteignamati. Lóðaleiga verður áfram 2% af fasteignamati allra lóða á Vopnafirði. Að öðru leyti óbreytt utan vísitölubreytinga. Samþykkt samhljóða.

h. Álagningarákvæði fasteignagjalda 2019

Ekki er gert ráð fyrir breytingum á álagningu fasteignaskatta. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði og bújarðir verður 0,55% af heildarfasteignamati. Fasteignaskattur á sjúkrastofnanir, skóla, heimavistir, leikskóla, íþróttahús og bókasöfn verður 1,32% af heildarfasteignamati. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði og annað húsnæði verður 1,65% af heildarfasteignamati. Samþykkt samhljóða.

i. Reglur og gjaldskrá vegna sorphirðu

Sorphirðugjald skv. lögum nr. 81/1988 verður 26.792. Sem skiptist í Sorphirðu- og sorpeyðingargjald sem hvort um sig er 13.396 kr. Samþykkt samhljóða.

j. Gjaldskrá fyrir Vopnafjarðarhöfn

Gjaldskrá vegna Vopnafjarðarhafnar hefur verið lög fyrir hafnarnefnd og verður óbreytt að frátöldum vísitöluhækkunum. Samþykkt samhljóða.

3. Bréf til sveitarstjórnar

a. Frá Jóhanni B. Marvinssyni

Sveitarstjóra falið að vera í samskiptum við bréfritara og vinna að lausn málsins. Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 17:52.

Fundarboð 13. desember 2018.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir