Fundargerð fræðslunefndar 21. október 2018

27.12 2018 - Fimmtudagur

 

Fundur haldinn í fræðslunefnd miðvikudaginn 21. Október 2018 kl. 11:50 í grunnskóla Vopnafjarðar.

Mættir eru: Einar Björn Kristbergsson, Berglind Wiium Árnadóttir, Kristjana Louise, Dorota Joanna Burba og Hafdís Bára Óskarsdóttir. Einnig mættu á fundinn Aðalbjörn Björnsson, Stephen Yates, Margrét Gunnarsdóttir og Sandra Konráðsdóttir.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn.

 

1.mál Fundargerð síðasta fundar borinn upp til samþykktar og samþykkt samhljóða.

 

2.mál Málefni grunnskólans Skólastjóri bar upp við fræðslunefnd óskir sínar til sveitarstjórnar varðandi fjármagn til grunnskólans vegna kaupa á húsbúnaði, tækjum og öðru. Tjáði skólastjóri sig sérstaklega um tölvumál skólans, en þau hafa farið dalandi upp á síðkastið. Nefndin telur mjög mikilvægt að farið sé yfir tölvumál skólans og leggur því ríka áherslu á tölvukaup við stofnunina.

 

3.mál Málefni tónlistarskólans Skólastjóri tónlistarskólans lýsir ánægju sinni varðandi fjölda barna sem eru í skólanum núna, en þau eru 41 þetta haustið, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Góð staða er á hljóðfærum, en einn saxophone var keyptur í haust. Stephen ræðir við fræðslunefnd varðandi sýninguna Pétur og úlfurinn sem tónlistarskólinn vill endilega fá til Vopnafjarðar fyrir krakkana. Um er að ræða tónlistarsýningu sem hefur verið að fara um landið. Var Stephen að velta fyrir sér hvort ekki væri hægt að fá styrk frá sveitarfélaginu svo hægt væri að fá sýninguna hingað.

 

4. mál Málefni bókasafnsins Rekstur bókasafnsins er við það sama. Það fékk sína árlegu upphæð til bókakaupa og rafbókasafn er komið í gang. Bókasafnsstjóri sagðist vera búin að leggja inn beiðni fyrir nýjum tölvubúnaði. Umræður voru með að virkja bókasafnið eins og að bjóða upp á lestur eða einhvers konar fræðslu.

 

5.mál Málefni leikskólans Brekkubæjar Leikskólinn er í góðum málum varðandi húsbúnað. Fulltrúar frá Greiningarstöðinni komu og voru yfir sig hrifnir af aðstöðu skólans. Þarf hins vegar fljótlega að fara í viðhald á Hraunbrún og skipta út matarstólum kennara. Lóðin farin að taka á sig mynd en þarf samt að klára eins og hellur, ramp og leiktæki fyrir yngstu deildina.

 

Leikskólastjóri leggur fyrir nefndina breytingu á skóladagatali, að litlu jól leikskólans séu í samræmi við grunnskólans og færist frá 20. desember til 19. desember. Nefndin samþykkti samhljóða.

 

Sumarfrí næstu þrjú árin voru lögð fram, um er að ræða dagana 11 júlí – 15. Ágúst 2019, 2. Júlí – 6. Ágúst 2020 og 8. Júlí – 12. Ágúst 2021. Var sumarfrí samþykkt samhljóða.

 

Önnur mál Dorota kom fram með vangaveltur sínar varðandi kennslu fyrir tvítyngd börn á sínu móðurmáli.

 

Fleira ekki rætt og þakkar formaður fundarmönnum fyrir og slítur fundi kl 13:30

 

Hafdís Bára Óskarsdóttir

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir