Fundargerð menningarmálanefndar 23. október 2018

27.12 2018 - Fimmtudagur

Fundur menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps

-23. október 2018

 

Þriðjudaginn 23. október 2018 kl. 16:00 kom menningarmálanefnd saman til fundar í félagsheimilinu Miklagarði.

 

Mætt til fundar: Jón Ragnar Helgason, Árný Birna Vatnsdal, Fanney Björk Friðriksdóttir, Hreiðar Geirsson og Dagný S. Sigurjónsdóttir er ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1)      Styrkbeiðni vegna fyrirlesturs - Fyrir fundi lá umsókn Þórhildar Sigurðardóttur f.h. félagsmiðstöðvarinnar Drekans varðandi fyrirlesturinn Fokk me – Fokk you þann 9. október sl. Um tvo fyrirlestra var að ræða, fyrir foreldra/forráðamenn 8.-10. bekkjar og síðan nemendur sömu bekkja. Umræða fór um málið sem er hið athyglisverðasta en samhljóða samþykkt að vísa erindinu til sveitarstjórnar þar eð um takmarkaðan hóp er að ræða. Erindum til menningarmálanefndar er ætlað að höfða til meginþorra íbúa.

 

2)      Landsbyggðarleikhús – Tölvupóstur Jóels Sæmundssonar leikara, mótt. 12. september sl., lagður fram til kynningar.

 

3)      Dagar myrkurs -  Áætlaðir tveir viðburðir DM tengdir. Annars vegar söguganga um bæinn fimmtudag 1. nóvember kl. 20:00 í fylgd bræðranna Kristjáns og Árna Magnússona. Býður Hótel Tangi upp á kaffi og kakó og Kauptún kleinur að göngu lokinni. Laugardagskvöldið 4. nóvember eru tónleikar Sigríðar Thorlacius og Ómars Guðjónssonar á dagskrá og verða haldnir í Miklagarði kl. 20:30. Nánar auglýst þegar nær dregur.

 

4)      Rithöfundalest(ur) – Áhugi á þátttöku, nánar á næsta fundi.

 

5)      Pétur og úlfurinn – Um er að ræða líflega fjölskyldutónleika þar sem kvintettinn NA5 ásamt sögumanni flytja hið sívinsæla verk Sergei Prokofiev. Samþykkt að kanna með þátttöku og samstarf við Vopnafjarðarskóla þar sem flutningur verksins færi fram.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:10.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir