Fundargerð hreppsnefndar 10. janúar 2019

11.01 2019 - Föstudagur

 

Fundur nr. 15 kjörtímabilið 2018-2022


Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 11. janúar 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl 16:00.

 

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Sigurjón Haukur Hauksson, Stefán Grímur Rafnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Teitur Helgason og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig sat fundinn Baldur Kjartansson, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð.

 

 1.       Fundargerðir

 

a. Heilbrigðisnefnd Austurlands 13.12

Lagt fram til kynningar

 

b. Stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga 14.12

Lagt fram til kynningar

 

c. Framhaldsaðalfundur Héraðsskjalasafns Austurlands 14. 12

Samþykkt

 

d. Framkvæmdaráð SSA 11.12

Lagt fram til kynningar

 

e. Framkvæmdaráð SSA 20. 12

Lagt fram til kynningar

 

f. Fundur skipulags- og umhverfisnefndar 19.12

Varðandi mál 1 og 6  deiliskipulag hafnarinnar: Sveitarstjórn samþykkir að skipulagstillagan verði samþykkt að teknu tilliti til innsendra athugasemda og að skipulagstillagan verði auglýst. Samþykkt samhljóða.

 

Varðandi mál 4 Bustarfell – stofnun lóðar:  Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.

 

Varðandi mál 7 Leiðarhöfn: Samkvæmt ábendingum starfsmanns byggingafulltrúa þurfa sannarleg landamerki að liggja fyrir í upphafi. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að málinu, framkvæma nauðsynlegar mælingar og gera hnitasett mæliblöð sem skráð verða hjá Þjóðskrá. Þetta verði unnið að viðhöfðu samráði við landeigendur Leiðarhafnar.

Sveitarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirhugað skógræktarsvæði áður en afstaða verður tekin til þess. Samþykkt samhljóða.

 

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt að öðru leyti.

 

 2.       Almenn mál

 

a. HB Grandi – styrkur vegna íþróttahúss

Samningur við HB Granda sem varðar aðgang að íþróttahúsi rann út um áramótin og skal koma til endurskoðunar. Sveitarstjóra falið að endurskoða samninginn og leggja til samningstilhögun. Samþykkt samhljóða.

 

b. Varamaður í velferðarnefnd

Sigríður Bragadóttir vék af fundi undir þessum lið og tók Stefán Grímur Rafnsson við fundarstjórn á meðan.

Samþykkt samhljóða að Ester Rósa Halldórsdóttir taki sæti varamanns í velferðarnefnd.

 

c. Gjaldskrár

Sigríður Bragadóttir mætir aftur á fund.

Gjaldskrár fyrir leikskóla, íþróttahús, tónlistarskóla, þjónustumiðstöð, bókasafn, mötuneyti Sundabúðar, Miklagarð og skólamötuneyti samþykktar samhljóða og taka gildi frá 1. Janúar. Sveitarstjórn gerir eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Selárlaugar. Öll börn á grunnskólaaldri fá frían aðgang og falla því liðirnir um barnagjald og 10 miða kort barna út. Stakur aðgangur eldri borgara kostar 350 kr, 10 miða kort eldri borgara 2.000 krónur og árskort eldri borgara 12 þúsund krónur. Samþykkt samhljóða.

 

d. Húsnæðisáætlun Vopnafjarðarhrepps

Samþykkt að fyrirliggjandi ákvarðanir um uppbyggingu og aðrar framkvæmdir í og við sveitarfélagið verði teknar til greina og húsnæðisáætlunin endurskoðuð miðað við það og skilað inn fyrir 1. mars sem er lokadagsetning Íbúðalánasjóðs. Samþykkt samhljóða.

 

e. Héraðsskjalasafn Austfirðinga – bókun Fjarðarbyggðar

Sveitarstjóra falið að fylgjast með málinu og gæta að hagsmunum Vopnafjarðarhrepps.

Samþykkt samhljóða.

 

f. Kaupvangur – nýtingarmöguleikar

Lagt fram til kynningar.

 

g. Þverá – ósk um breytingu á aðalskipulagi

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að óska umsagnar skipulags-og umhverfisnefndar um breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda í Þverá. Samþykkt samhljóða.

 

h. Finnafjörður – staða mála og næstu skref

Þann 7. janúar sl. var haldinn á Bakkafirði sameiginlegur vinnufundur sveitarstjórna Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps þar sem farið var yfir stöðu verkefnisins og samninga því tengdu. Á fundinn mætti lögfræðingur Langanesbyggðar ásamt sveitarstjórum beggja sveitarfélaga, en þeir ásamt lögfræðingum beggja sveitarfélaga hafa unnið að málinu. Á fundinum kom fram að náðst hefur samkomulag um öll meginatriði er varða uppbyggingu verkefnisins og stofnun þeirra fyrirtækja sem að því munu standa.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps lýsir yfir ánægju sinni með stöðu mála og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram á þeim forsendum sem kynntar hafa verið. Þegar endanleg skjöl liggja fyrir skulu þau lögð fyrir sveitarstjórnir til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

 

 

 3.       Bréf til sveitarstjórnar

 

a. Umhverfisstofnun – ósk um tilnefningu í vatnasvæðanefnd

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og oddvita að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl 18:34

Fylgigögn fundar 100119_3203983.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir