Fundargerð hreppsnefndar 24. janúar 2019

25.01 2019 - Föstudagur

Fundur nr. 16 kjörtímabilið 2018-2022

 

 Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 25. janúar 2019 í Kaupvangi kl 16:00.

 

 Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir, Bárður Jónasson, Stefán Grímur Rafnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Ragna Lind Guðmundsdóttir og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig sátu fundinn Baldur Kjartansson og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

1.       Fundargerðir

 

a. Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga 14.12

Lögð fyrir til kynningar.

b. Hafnarnefnd 8. 1

Bent á að láðst hafi að leggja fyrir fundargerð hafnarnefndar frá 11. desember. Fundargerðin verður lögð fyrir á næsta fundi. Fulltrúi samfylkingarinnar gerir athugasemd við að ákveðið hafi verið að innheimta ekki hálft gjald af bátum sem eru uppi á landi. Kallað eftir því að hafnarvörður taki fyrir í næstu skýrslu sinni hvar fyrirhugað er að koma upp aðstöðu fyrir báta á landi, hvernig hún verði útbúin og hvenær hún verði fullbúin. Varðandi Ásbryggju þá er óskað eftir því að skilgreint verði með nákvæmum hætti hvaða hluta af Ásbryggju verði lokað fyrir bílaumferð og að tryggt verði að aðgengi fólks og bíla að húsnæði við bryggjuna verði óbreytt. Samþykkt samhljóða.

c. Stjórn SSA 8. 1.

Lögð fyrir til kynningar.

d. Skipulags- og umhverfisnefnd 21.1

Varðandi 5. mál fundargerðarinnar, Kolbeinsgötu 42, þá er óskað eftir að nefndin taki málið upp aftur og láti fylgja með afstöðumynd og umsögn byggingarfulltrúa í afgreiðslu sinni. Málinu frestað. Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

 

2.       Almenn mál

 

a. Kaupvangur – umræða um nýtingarmöguleikar

Fulltrúi Betra Sigtúns leggur fram eftirfarandi tillögu: „Sveitarstjóra falið að vinna kostnaðar- og ábatagreiningu á flutningi skrifstofu sveitarstjórnar í Kaupvang, og kanna nýtingu á skrifstofurými í suðausturhorni til útleigu. Kanna skal hvaða möguleika slíkir flutningar hafa í för með sér. Jafnframt skal taka saman rekstrarkostnað Kaupvangs í núverandi mynd.

Einnig er honum falið að koma með drög að nýjum leigusamning við rekstraraðila Kaupvangskaffis.“. Fulltrúar Samfylkingarinnar telja ekki tímabært að fara í þessa kostnaðar- og ábatagreiningu á flutningi skrifstofu sveitarfélagsins en eru sammála öðru sem kemur fram í tillögunni. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá.

b. Skýrsla sveitarstjóra

Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni og störf sín á nýju ári og ræddi það sem er framundan.

 

3.       Bréf til sveitarstjórnar

 

a. Mín líðan – kynning á fjargeðheilbrigðisþjónustu

Lagt til að starfsemi „Minnar líðanar“ verði auglýst á heimasíðu hreppsins og sveitarstjóra falið að leita leiða í framhaldi til að efla aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu á Vopnafirði. Samþykkir samhljóða

b. Ljósmæðrafélag Íslands – beiðni um styrk

Samþykkt samhljóða að verða við erindi Ljósmæðrafélagsins.

c. Umboðsmaður barna – þing í nóvember

Lagt fram til kynningar. Þórhildur Sigurðardóttir, starfsmaður félagsmiðstöðvar, tilnefnd tengiliður hreppsins við embætti Umboðsmanns barna.

d. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga – ný reglugerð

Lagt fram til kynningar.

e. Landgræðsla ríkisins – Styrkur vegna „Bændur græða landið“

Samþykkt samhljóða að verða við erindi Landgræðslunnar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.18:35.

Fylgigögn fundar 230119.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir