Fundargerð sveitarstjórnar 4.apríl 2019

04.04 2019 - Fimmtudagur

 

Fundur nr. 21 kjörtímabilið 2018-2022

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 4. apríl 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 16:00.

 

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sigríður Konráðsdóttir, Bárður Jónasson, Stefán Grímur Rafnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Teitur Helgason og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig sat fundinn Baldur Kjartansson og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerðir

 

 1. fundargerð HAUST

Lagt fram.

 1. Hafnarnefnd 2.4.

Lagt fram.

 1. fundur stjórnar sambandsins

Lagt fram.

 1. Menningarmálanefnd 2.4.

Lagt fram. Sveitarstjóra falið að sjá til þess að Múlastofa sé tekin niður með hæfilegum fyrirvara þannig Vesturfarinn geti sett upp sýninguna á áætluðum tíma. Séð verði til þess að allir aðstandendur sýningarinnar verði upplýstir um að Vesturfarinn fái sýningarrýmið í eitt sumar og að Múlastofa verði tekin niður á meðan, sveitarstjórn telur ekki forsendur fyrir hendi til að setja Múlastofu upp í smækkaðri mynd eins og kemur fram í umsögn nefndarinnar. Núverandi starf í húsinu raskist ekki við að taka niður sýninguna.

Samþykkt af meirihluta sveitarstjórnar, minnihluti situr hjá.

 1. Velferðarnefnd 3.4.

Lagt fram. Samþykkt að drögin sem koma fram á teikningu 1 verði nýtt í hönnun á breytingum á minni íbúðum Sundabúðar og verði aðgengisvottuð af þar til bærum aðilum.

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Almenn mál

 

 1. Endurskoðun fjallskilasamþykkta SSA

Vísað til landbúnaðarnefndar til umsagnar og vinnslu. Óskað eftir að nefndin taki afstöðu til þess hvort vinna eigi búfjársamþykkt fyrir sveitarfélagið.

 1. Breytingar á samþykktum um stjórn Vopnafjarðarhrepps – byggðarráð
 2. og 3. málsgrein 40 gr. haldist inni í samþykktinni. 38. grein haldist óbreytt. Að öðru leyti er sveitarstjóra falið að leggja fram endanlega tillögu að breytingu á samþykkt á stjórn Vopnafjarðarhrepps.

Samþykkt samhljóða.

 1. Breyttur fundartími sveitarstjórnar

Sveitarstjóra falið að kanna nánar hvort hægt sé að breyta fundartíma tímabundið án þess að breyta samþykktum. Jafnframt falið að nýta tækifærið og breyta fundartíma sveitarstjórnar varanlega í samræmi við tillöguna samhliða öðrum breytingum á samþykktum sveitarfélagsins.

Samþykkt með atkvæðum meirihluta, minnihluti greiðir atkvæði á móti.

 

Kl. 17:36 víkur Sigríður Bragadóttir af fundi og Stefán Grímur Rafnsson tekur við stjórn hans.

 

 

 1. Bréf til sveitarstjórnar

 

 1. Ferðamálasamtök Vopnafjarðarhrepps

Sveitarstjórn fagnar frumkvæði ferðamálasamtakanna og felur sveitarstjóri að verða við ósk samtakanna í samstarfi við atvinnu og ferðamálanefnd.

Samþykkt samhljóða.

 1. Guðmundur W. Stefánsson

Sveitarstjóra falið að kanna nýtingarmöguleika á húsinu og kostnað við nauðsynlegar breytingar ef sveitarfélagið myndi festa kaup á því.

Samþykkt samhljóða.

 1. Karen Hlín Halldórsdóttir

Sveitarstjórn þakkar ábendingu bréfritara og fagnar áhuga á málaflokknum. Það er brýnt að taka hann til gagngerrar skoðunar og felur því sveitarstjóra að skipa starfshóp sem verði gert að skila af sér tillögu um hvernig staðið er að úrgangsmálum í sveitarfélaginu með það að markmiði að hámarka nýtingu og lágmarka urðun og brennslu úrgangs.

Samþykkt samhljóða.

 1. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Lagt fram.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.18:27.

Fundargögn

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir