Funargerð menningarmálanefndar 2.apríl 2019

04.04 2019 - Fimmtudagur

Fundur menningarmálanefndar Vopnafjarðar 2. apríl í félagsheimilinu Miklagarði, settur 15:00.

Mætt: Jón Ragnar Helgason, Hreiðar Geirsson, Árný Birna Vatnsdal, Fanney Björk Friðriksdóttir sem ritar fundargerð.

Einnig mættur Þór Steinarsson á meðan á erindi hans stóð.

  1. Kynning frá sveitastjóra, Þór Steinarssyni, á skipulagsbreytingum hjá sveitafélaginu.

Þór Steinarson kynnti skipulagsbreytingar og kynnti nefndinni hvert hún skyldi leita með ýmis málefni í framhaldi af þeim.

  1. Umræða um umsóknir um framkvæmdastjóra Vopnaskaks.
    Rætt var um umsókn sem barst vegna auglýsingar um framkvæmdarstjóra Vopnaskaks. Rætt var hvað starfið myndi fela í sér, hvaða verkefni framkvæmdastjóri myndi sjá um ásamt þóknun fyrir verkefnið. Ákveðið var að Jón Ragnar myndi boða umsækjanda á fund menningarmálanefndar og ræða við hann í náinni framtíð.
  2. Erindi Vesturfarans.
    Erindinu var vísað til Menningarmálanefndar frá Hreppsnefnd 21. mars síðastliðinn. Menningarmálanefnd leggur til að veita Vesturfaranum stóra sýningarrýmið, en leggur til að skoðað yrði vandlega hvort ekki mætti nýta önnur rými og setja upp Múlastofu í smækkaðri mynd. Lagt til að nýta ganginn (mætti vera bæði fyrir Vesturfarann og Múlastofu) og skrifstofu Bjarneyjar Guðrúnar í sumar undir hljóð- og myndgögn úr Múlastofu ásamt munum þeirra bræðra.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið 16:03.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir