Fundargerð sveitarstjórnar 9. apríl 2019

11.04 2019 - Fimmtudagur

Fundur nr. 22 kjörtímabilið 2018-2022

  

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 11. apríl 2019 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 15:00.

 

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Bárður Jónasson, Stefán Grímur Rafnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Teitur Helgason og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig sat fundinn og Þór Steinarsson, sveitarstjóri í gegnum fjarfundarbúnað og Baldur Kjartansson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Almenn mál

 

Fram hafa verið lögð stofnskjöl vegna verkefnisins í endanlegri útgáfu, í íslenskum og enskum þýðingum eftir atvikum. Þann 14. mars sl. lágu fyrir endanlegar útgáfur tveggja stærstu samninganna á ensku, þ.e. Management Agreement (Stjórnunarsamningur) og Joint Venture Agreement (Samrekstrarsamningur). Þær útgáfur voru sendar sveitarstjórnarmönnum til yfirlestrar sama dag. Bárust löggildar þýðingar til sveitarstjórnarmanna þann 5. apríl sl. til yfirlestrar. Þann 8. apríl sl. voru einnig lögð fyrir sveitarstjórnarmenn til yfirlestrar önnur endanleg skjöl er varða stofnun einstakra félaga, þ.e. samþykktir Finnafjarðarhafnar slhf. (FFPA), samþykktir Finnafjarðar slhf. (FF), samþykktir tveggja ábyrgðarfélaga þeirra (GP ehf.) og samþykktir Þróunarfélags Finnafjarðar (FFPD).

 

Sveitarstjórnarmenn hafa kynnt sér öll ofangreind gögn.

 

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps veitir sveitarstjóra heimild og fullt umboð til að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins þá samninga og þau skjöl sem þarf til stofnunar Finnafjarðarverkefnisins þann 11. apríl nk. Í því felst heimild sveitarstjóra til undirritunar þeirra skjala sem þarf til stofnunar þeirra félaga sem sveitarfélagið mun eiga hlut í sem og undirritun Stjórnunarsamningsins og Samrekstrarsamningsins, eftir atvikum fyrir hönd óstofnaðra félaga ef þess krefst.

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.15:15.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir