Fundagerð æskulýðs- og íþróttanefndar 8. apríl 2019

23.04 2019 - Þriðjudagur

Fundur Íþrótta og æskulýðsnefndar 4.8.2019 fundur settur klukkan 11:05

 

Mættir: Víglundur P Einarsson, Þórhildur Sigurðardóttir, Súsanna Rafnsdóttir, Gísli Arnar Gíslason og Teitur Helgason er ritar fundargerð. Einnig sat Þór Steinarson fundinn.

 

Þórhildur setur fund og gengur til dagskrár

  1. Sveitastjóri Þór Steinarsson svarar fyrirspurnum varðandi ýmis mál.

Frístundastyrkur

Það lá ekki fyrir útfærsla á styrknum í fjárhagsáætlanagerð og var ekki lagður til peningur í hann í nóvember þegar sú vinna fór fram.

Samningur við HB-Granda

Garðar Svavarsson framkvæmdastjóri uppsjávarsviðs er væntanlegur til fundar um hvernig samnings fyrirkomulag verður háttað.

Heitir pottar við íþróttahús

Það er búið að óska eftir kostnaðarmati á því.

Yfirlit yfir fjármuni sem er merktir málaflokknum

Þórhildur ætlar að fara í málið og finna það sem við á.

Blakvöllur

Hann verður færður upp á íþróttavöll og er Yrki búið að vera að vinna að því hvar nákvæmlega hann verður staðsettur.

Opnunartími í Íþróttahúsi

Virðist ekki vera mikill áhugi á því meðal sveitastjórnarmanna og væri gott að nefndin myndi skoða kosti og galla við það.

Verklagsreglur

Beint til nefndarinar að það er ekki til verklag til að auðvelda og flýta feril mála hjá sveitarfélaginu og standa yfir skipulagsbreytingar hjá sveitarfélaginu og stendur það til að búa til verklagsreglur um það.

 

Víglundur kemur með þá tillögu að fara að nota Nóra umsjónarkerfi til að fá yfirsýn yfir Íþrótta og æskulýðsmál hjá sveitarfélaginu. Málið rætt.

 

Víglundur bendir á að þau félög á Vopnafirði sem eru innan ÚÍA mæti á þing sem er haldið því þá opnast möguleiki á að fá peningastyrk frá ÚÍA.

 

  1. Önnur mál

Skipulagsbreytingar Sveitarfélagsins.

Þór fer yfir þær skipulagsbreytingar sem að eiga sér stað hjá sveitarfélaginu.

Málið rætt og Þór svaraði þeim spurningum sem vöknuðu.

 

Fundi slitið 12:00

 

 

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir