Fundagerð æskulýðs- og íþróttanefndar 24 apríl 2019

30.04 2019 - Þriðjudagur

Fundur Íþrótta og æskulýðsnefndar 24.4.2019 fundur settur klukkan 10:05 í Miklagarði

 

Mætt: Víglundur P Einarsson, Þórhildur Sigurðardóttir, Aðalbjörn Björnsson, Linda Björk Stefánsdóttir, Teitur Helgason er ritar fundargerð.

 

Þórhildur setur fund og gengur til dagskrár

1.       Kosning nýs formanns.

Þar sem að Þórhildur er tekinn við starfi sem verkefnastjóri frístunda- æskulýðs- og fjölmenningarmála hjá sveitarfélaginu getur hún ekki lengur setið í nefndinni. Þórhildur mun sitja áfram sem áheyrnarfulltrúi og starfsmaður nefndarinnar.

Kosningu á nýjum formanni er frestað til næsta fundar þar sem að vantar 2 aðalmenn og er Víglundur starfandi formaður fram að þeim fundi.

 

2.       Heitir pottar við íþróttahús.

Fyrir liggur kostnaðaráætlun um gerð á einum köldum potti og tveimur heitum pottum við íþróttahúsið.

Líst nefndinni vel á þessa hugmynd og þakkar góðar undirtektir. Óskar nefndin eftir því að gerður verður viðauki við fjárhagsáætlun 2019 svo að hægt sé að fara í þetta í sumar.

 

3.       Önnur mál.

o   Þar sem ákveðið hefur verið flott íþróttasvæði vill nefndin að skoðað sé að setja upp frisbígolfvöll á því svæði.

o   Þar sem að það er á fjárhagsáætlun að setja nýtt gras á sparkvöllinn við skólann vill nefndin að skoðað verði hvort ekki sé hægt að stækka völlinn.

o   Rætt var um skólalóðina og hvað er hægt að gera þar til að lóðin verði okkur til sóma.

o   Rætt um að setja ærslabelg og strandblakvelli á gamla æfingasvæðið upp á íþróttasvæði.

o   Vill nefndinn að það sé gerður góður göngustígur frá núverandi tjaldstæði og upp á íþróttasvæði.

o   Ítrekar nefndin að Þórhildur sendi á nefndarmenn fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn.

 

Ekki fleira rætt fundi slitið klukkan 10:40.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir