Fundargerð fræðslunefndar 14. mars 2019

10.05 2019 - Föstudagur

Fundur haldinn í fræðslunefnd Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 14 mars 2019 kl 11:50 í Vopnafjarðarskóla.

 

Mætt eru: Einar Björn Kristbergsson, Kristjana Louise Friðbjarnardóttir, Freyja Sif Wiium Bárðardóttir, Berglind Wiium Árnadóttir og Hafdís Bára Óskarsdóttir. Einnig komu á fundinn Aðalbjörn Björnsson og Sandra Konráðsdóttir.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

 

1 mál Aðalbjörn mætir og ræðir málefni grunnskólans.

 

Skóladagatal, starfsmannamál og fleira.

Aðalbjörn fer yfir stöðuna sem er framundan og byrjar á að tala um smá breytingu varðandi seinni hluta þessarar annar. Verður svo farið yfir skóladagatal 2019-2020 á næsta fundi.

Starfsmannamál

Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsmannamálum upp á síðkastið. Iðjuþjálfi er kominn til starfa við skólann sem er góð viðbót fyrir bæði börn og starfsfólk. Petra Sif Björnsdóttir byrjaði frá áramótum í 50% starfi og Jón Haraldsson í 33% blönduðu starfi í lok febrúar en tveir starfsmenn hafa verið í leyfi og veikindaleyfi. Þá hafa einnig verið kennaranemar við skólann eftir áramótin.

Nýjar tölvar og stólar hafa verið teknar í gangið sem bætir vinnuaðstöðu starfsmanna til muna, sem og 20 nýjar nemendatölvur. Hugað er að reglum varðandi myndatökur og nýju persónuverndarlögin. Annars er skólastarfið gott.

 

Annað mál. Sandra Konráðsdóttir mætir á fundinn og ræðir málefni leikskólans.

 

Sandra byrjar á að ræða grænfánaverkefnið hjá leikskólanum, það er verið að fara að sækja um það verkefni aftur og út frá því mun landvernd koma og taka skólann út fyrir verkefnið.

Else Möller hefur verið að koma í leikskólann og verið með jóga fyrir elstu börnin sem hefur gefið góða raun, einnig er boðið upp á íþróttir fyrir þau einu sinni í viku. Börnin verða orðin 40 í byrjun maí en strax eftir áramót komu 4 ný inn. Út frá því hversu mörg börnin eru orðin þá þarf að gera smá breytingar á deildunum.

Fyrsti karlkyns starfsmaðurinn kominn til starfa hann Hemmert Þór Baldursson og verður fram í maí. Iðjuþjálfi er einnig kominn til starfa og er 2x í viku í leikskólanum.

Starfsmanna- og foreldrakönnun er í gangi núna.

Starfsdagur í leikskólanum verður 29. Mars og þá fá kennarar og starfsfólk kennslu í núvitund og hugleiðslu.

Útileiktækin fyrir yngstu börnin eru væntanleg og þá verður loksins hægt að klára útisvæðið fyrir yngstu börnin.

 

 

Ekki fleira rætt og þakkar formaður fundarmönnum fyrir og slítur fundi kl 13:30

 

Hafdís Bára Óskarsdóttir

 

 

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir