Fundargerð Skipulags og umhverfisnefndar 6. maí 2019

10.05 2019 - Föstudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps

  1. maí 2019, haldinn í Hamrahlíð 15 kl. 16:00

 

Mætt til fundar: Borghildur Sverrisdóttir, Höskuldur Haraldsson, Ingólfur Daði Jónsson, Sigríður Elva Konnráðsdóttir, Ragna Lind Guðmundsdóttir og Lárus Ármannsson.

Einnig sátu fundinn Sigurður Jónsson, byggingafulltrúi í gegnum fjarfundarbúnað og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

  1. Hafnarbyggð 12, umsókn um byggingarleyfi fyrir 3 blástursfrysta.

Sigurður Jónsson, byggingafulltrúi kynnir umsókn og fylgigögn fyrir fundarmönnum. Um er að ræða umsókn um byggingarleyfi fyrir blástursfystum sem fyrirhugað er að setja inn í

núverandi hrognaþurrkunarhús, mhl. 04 að Hafnarbyggð 12. Eldvarnareftirlitið hefur yfirfarið teikningar og gerir ekki athugasemdir. Vinnueftirlitið gerir heldur ekki athugasemdir við framkvæmdina. Umsóknin samþykkt samhljóða.

  1. Kolbeinsgata 35, umsagnarbeiðni sýslumanns vegna rekstrarleyfis.

Fyrir liggur beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi á veitingastað í flokki 2c skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald frá rekstrarfélaginu Kauptún, kt. 690113-1200. Samþykkt samhljóða með fyrirvara um samþykki brunaeftirlits og heilbrigðiseftirlits.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og borin upp til samþykktar og hún samþykkt samhljóða – fundi slitið kl. 16:24.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir