Fundargerð menningarmálanefndar 15. apríl 2019

10.05 2019 - Föstudagur

 

Fundur menningarmálanefndar Vopnafjarðar 15. apríl í félagsheimilinu Miklagarði, settur 13:04.

Mætt: Jón Ragnar Helgason, Hreiðar Geirsson, Árný Birna Vatnsdal, Hjördís Björk Hjartardóttir og Fanney Björk Friðriksdóttir sem ritar fundargerð.

Einnig mættur umsækjandi um stöðu framkvæmdastjóra Vopnaskaks.

  1. Umræður og viðræður við umsækjanda um stöðu framkvæmdastjóra Vopnaskaks 2019.

Farið var yfir hugmyndir menningarmálanefndar í sambandi við Vopnaskakið. Farið var yfir hugmyndir og þær bókanir sem þegar hafa átt sér stað fyrir þrjá stærstu viðburði hátíðarinnar. Umsækjandi kynnti sínar hugmyndir og sína sýn á verkefnið og virtist það endurspegla að mörgu leiti hugmyndir menningarmálanefndar. Farið var yfir þá viðburði sem hafa verið undanfarin ár og rætt um hvernig mætti lyfta þeim upp og halda í það góða verk sem hefur verið unnið undanfarin ár. Kynntar voru einnig nýjar hugmyndir og ræddar.

 

Menningarmálanefnd ákvað að taka sér nokkra daga í að hugsa málið í sambandi við ráðningu. Ef svo færi var Jóni Ragnari falið að ræða við sveitastjóra og staðfesta kaup og kjör framkvæmdastjóra, ásamt því að boða umsækjanda á fund og kynna niðurstöðurnar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið 15:04.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir