Fundargerð landbúnaðarnefndar 29. apríl 2019

10.05 2019 - Föstudagur

Fundur nr. 5 kjörtímabilið 2018-2022

 

Fundur haldinn í landbúnaðarnefnd Vopafjarðarhrepps mánudaginn 29.apríl 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl 19:00.

 

Mætt til fundar: Sigurjón H. Hauksson, Sigurþóra Hauksdóttir, Eyþór Bragi Bragason, Jóhann Lúter Einarsson, Silvia Windman, Svanur Arthúrsson, Geirmundur Vikar Jónsson

 

Formaður setti fund og síðan var gengið til dagskrár.

 

Dagskrá

Farið yfir bókun frá starfshópi sem endurskoðað hefur Fjallskilasamþykkt Múlasýslna, breitingartillögur gerðar á 20 og 33 grein.

 

  1. mál: Farið yfir bókun frá starfshópi sem endurskoðað hefur Fjallskilasamþykktir Múlasýslna

Fyrsta breitingartillaga á 20. Grein Fjallskilasamþykkta svohljóðandi smölunarkostnaður skal greiddur af fjallskilasjóði sem hefur þá edurkröfurétt á fjáreiganda og eða landeiganda.

Önnur breitingartillaga á orðalagi í 33 grein svohlljóðandi Við sönnun eignar er örmerki rétthæst þar næst plötumerki, eyrnamark, brennimörk, frostmerki.

Skylt er að plötumerkja allt ásett fé samkvæmt reglugerð um merkingu búfjár

2.mál: Minkaveiðar

Landbúnaðarnefnd leggur til og samþykkir að Stefán Hrafnsson fá sambærilegan samning og Geir Þóroddson við Vopnafjarðarhrepp um sýnar minkaveiðar og er því vísað til hreppsnefndar.

3.mál:

Formaður tekur að sér að fá upplýsingar um grenjasamninga og minkaveiðissamninga.

4.mál:

Fulltrúi í starfshóp um umhverfismál Silvia Windman býður sig fram og er það samþykkt samhljóða.

 

 

 

 

5.mál

Eyþór Bragi talar um Teigsrétt í Hofsárdal og vatnsvarnargarð við hana sem er ekki viðunandi vörn fyrir réttina og leggur til að gröfumaður sem kemur til vinnu við ánna í sumar fyrir Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár verði samnýttur og er það samþykkt samhljóða.

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 21:30.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir