Fundargerð sveitarstjórnar 22. ágúst

22.08 2019 - Fimmtudagur

 

Fundur nr. 28 kjörtímabilið 2018-2022

 

 

 

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 22.ágúst 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

 

 

Mætt til fundar: Íris Grímsdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir, Bárður Jónasson, Teitur Helgason, Þuríður Björg Wiium Árnadóttir og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig sátu fundinn Sara Elísabet Svansdóttir, Baldur Kjartansson og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Í byrjun fundar lagði minnihlutinn fram bókun: Minnihlutinn gerir athugasemd við að sveitarstjórnarfundurinn hafi verið boðaður kl. 14:00. í dag. Bendum við á í því sambandi á að sveitarstjórn samþykkti tímabundna breytingu á fundartíma eða frá 15.apríl til og með 15. ágúst 2019 og er það tímabil liðið.

Látum hér fylgja með bókun um málið.

Lagt til að fundir sveitarstjórnar hefjast klukkan 14:00 á tímabilinu 15. apríl 2019 til og með 15. ágúst 2019. Tillagan samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Minnihluti er á móti.“

 

 1. Fundargerðir
  1. Stjórn SSA 29.4

Lagt fram

 1. Stjórn SSA 7.5.

 

Lagt fram.

 1. Aðalfundur SSA 7.5.

Lagt fram.

 1. Menningarmálanefnd 20.5.

Lagt fram

 1. Hreppsráð 25.6.

Lagt fram

 1. Menningarmálanefnd 2.7.

Lagt fram

 1. Stjórn Brunavarna Austurlands 9.7.

Lagt fram

 1. Skipulags- og umhverfisnefnd 23.7.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi á miðhluta hafnarinnar. Sveitarstjórn samþykkir einnig breytingar á aðalskipulagi með framkomnum viðbrögðum við innsendum athugasemdum og fundargerðina að öðru leyti. Samþykkt samhljóða.

 1. Almenn mál
  1. Umsókn um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að

taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 178.000.000.-, til 15

ára, í samræmi við það lánstilboð sem liggja fyrir á fundinum og sem

sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól

auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr.

heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið

útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði

sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu íþróttamannvirkja og til

endurfjármögnunar afborgunar eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem

hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers

hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Þór Steinarssyni, sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps, kt. 270174-

5319, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins

Vopnafjarðarhrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr.

framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda

hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t.

beiðni um útborgun láns. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.14:53..

 

Fundargögn
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir