Fundargerð hreppsráðs 25.júní

22.08 2019 - Fimmtudagur

Fundur nr.1 kjörtímabilið 2018-2022


Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 25.6.2019 í Hamrahlíð 15 kl 17:00.
Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Íris Grímsdóttir og Sigríður Bragadóttir.
Einnig sat fundinn Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.


 1. Laun kjörinna fulltrúa
  Lagt er til að laun sveitarstjórnarfulltrúa hækki úr því að vera 6% hlutfall af launaflokki 70
  hjá BHM yfir í það að vera 7% af launaflokknum og laun oddvita hækki úr því að vera 12%
  upp í 13%. Auk þess er lagt til að sveitarstjórnarfulltrúi fái fyrir hvern setinn fund það sem
  nemur 2% af launaflokknum. Laun Oddvita fyrir hvern fund skulu vera 3% af
  launaflokknum. Lagt er til að þeir sem sitja í nefndum fyrir sveitarfélagið fái 1% af
  launaflokknum fyrir hvern setinn fund og nefndarformenn fái 2% fyrir hvern setinn fund.
  Þeir sem sækja aðra fundi tengdum störfum sínum fyrir sveitarfélagið skulu fá 2% af
  launaflokknum fyrir að sitja þá fundi, enda komi ekki greiðslur til annars staðar frá. Þetta
  geta verið stjórnarfundir, fundir sem sveitarfélagið sendir fólk á svo sem ráðstefnur á
  vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga eða formlegir fundir sem sveitarstjóri boðar til
  aðrir en sveitarstjórnarfundir. Opnir fundir falla ekki undir þessa skilgreiningu. Samþykkt
  samhljóða.
  2. Fundargerð og fjárhagsáætlun héraðsskjalasafns Austurlands
  Lagt fram og samþykkt.
  3. Bréf og samningur um tjaldsvæði
  Sveitarstjóra falið að svara bréfinu með jákvæðum hætti og ganga frá samningum við
  bréfritara. Einnig er sveitarstjóra falið að ganga úr skugga um að öllum skipulagsskilyrðum
  sé fullnægt. Samþykkt samhljóða. Hreppráð óskar, þessu tengt, eftir að brugðist verði við
  óæskilegri lagningu húsbíla víðsvegar um bæinn.
  4. Leigusamningur við Kaupvangskaffi
  Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við rekstraraðila Kaupvangskaffis með því
  uppleggi sem liggur fyrir.
  5. Bréf til hreppsráðs frá UNICEF
  Sveitarstjóra falið að kynna sér vinnu Garðabæjar í málaflokknum og bregðast við erindi
  UNICEF.
  6. Fundargerð Skipulags og umhverfisnefndar.

Lagt fram og samþykkt.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og
fundi slitið kl.18:41
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir