Fundargerð menningarmálanefndar 20.maí

22.08 2019 - Fimmtudagur

Fundur menningarmálanefndar Vopnafjarðar 20. maí 2019 í félagsheimilinu Miklagarði,
settur 15:00.


Mætt: Jón Ragnar Helgason, Hreiðar Geirsson, Árný Birna Vatnsdal, Hjördís Björk
Hjartardóttir og Fanney Björk Friðriksdóttir sem ritar fundargerð.
Einnig mætt Selja Janthong framkvæmdastjóri Vopnaskaks sem sat allan fundinn.
1. Umræða um stöðu Vopnaskaks
Farið var yfir stöðu á styrkbeiðnum vegna Vopnaskaks og niðurstaðan sú að lítið hefur
borist af svörum. Farið var yfir þau fyrirtæki og samtök sem sótt hafði verið styrkur til
og ákveðið að senda á fleiri aðila í kjölfarið.
Dagskrá hátíðarinnar farin að taka á sig mynd og staðan fín á þeim málum sem þarf
að redda í tíma.
2. Fundur ungmennaráðs með Jóni Ragnari, Selju og Þórhildi Sigurðardóttur
Ungmennaráð ræddi um að fá fimmtudaginn 4.7.19 undir dagskrá á þeirra vegum.
Samþykkt af menningarmálanefnd og Selju falið að setja það inn á dagskrá í samráði
við Þórhildi.
3. Annað:
Fanney falið að tala við stjórn Einherja um hvort þau vildu gera eitthvað sérstakt á
heimaleik félagsins 14:00 þann 6.7.19

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið 16:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir