Fundargerð menningarmálanefndar 2.júlí

22.08 2019 - Fimmtudagur

Fundur menningarmálanefndar Vopnafjarðar 2. júlí í félagsheimilinu Miklagarði, settur 15:00.


Mætt: Jón Ragnar Helgason, Hreiðar Geirsson, Árný Birna Vatnsdal, Hjördís Björk
Hjartardóttir og Fanney Björk Friðriksdóttir sem ritar fundargerð.
Einnig mætt Selja Janthong framkvæmdastjóri Vopnaskaks sem sat allan fundinn.
1. Staða og skipting vinnu á Vopnaskaki
Selja upplýsir nefndina um stöðu á Vopnaskaki.
1.1. Fjölmiðlar.
Selja upplýsti nefndina um að búið væri að tala við Austurgluggann og þeir hafi
ætlað að setja einhverja umfjöllun um hátíðina á vefinn. Dagskráin var send á N4,
Vísi, MBL, Rúv og Austurgluggann. Ýmsir auglýsingapakkar hafa borist m.a. frá N4
en samþykkt að notast ekki við þá pakka vegna mikils kostnaðar og lítils áætlaðs
ávinnings.
1.2. Lög og reglur.
Sótt hefur verið um leyfi vegna bálkastar. Leyfi fyrir Hofsball þarf að hengja upp í
staðarholti. Talað hefur verið við lögregluna vegna furðufatahlaups og lokunar á
götu.
1.3. Annað.
Umræður um veðurspá og þær lausnir sem grípa skal til ef veður verður ekki gott.
Einherji sér um samlokusölu á Hofsballi (koma með eigið tjald) og Fiðrildi um
samlokusölu á Pallaballi. Miðasala í rútu á Hofsball í höndum nefndarinnar og
ákveðið að nefndarmanneskja verði einnig þar með posa að selja miða á ballið v.
lélegs netssambands hjá Staðarholti.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið 16:00.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir