Fundargerð skipulags-og umhverfisnefndar 23.júlí

22.08 2019 - Fimmtudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps
23. júlí 2019, haldinn í Hamrahlíð 15 kl. 16:00


Mætt til fundar: Borghildur Sverrisdóttir, Sveinn Daníel Sigurðsson, Lárus
Ármannsson, Axel Sveinbjörnsson, Ragna Lind Guðmundsdóttir og Ingólfur Arason.
Einnig sátu fundinn Þór Steinarsson, sveitarstjóri, er ritaði fundargerð og Sigurður
Jónsson byggingafulltrúi í gegnum fjarfundarbúnað.


Í upphafi var óskað afbrigða um að taka inn á dagskrá mál nr. 4: Umsókn um skógrækt
í Leiðarhöfn. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:
1. Svínabakkar, umsókn um byggingarleyfi vegna 47,88 fm vélageymslu.
Um er að ræða óeinangað og óupphitað stálgrindarhús framleitt úr
bogavölsuðum stálbitum. Klæðning er úr bogavölsuðu bárujárni.
Samþykkt samhljóða.
2. Deiliskipulag á miðhluta hafnarsvæðis. Tillaga í auglýsingu.
Engar athugasemdir við deiliskipulagið bárust á auglýsingartímanum.
Mælt með því við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt. Samþykkt
samhljóða.
3. Breytingar á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006 - 2026. Tillaga á
vinnslustigi.
Farið yfir þær athugasemdir sem bárust vegna breytinga á aðalskipulagi
Vopnafjarðarhrepps. Alls bárust athugasemdir frá 8 stofnunum.
Minjastofnun Íslands, Ferðamálastofu, Heilbrigðiseftirliti Austurlands,
Fljótsdalshéraði, Langanesbyggð, Náttúrufræðistofnun Íslands,
Samgöngustofu og Vegagerðinni. Í athugasemd frá
Náttúrufræðistofnun er bent á viðkvæmt vistkerfi Skipshólma. Bætt
verður inn í skipulagið nákvæmari lýsingu á hvar staðsetning er
heimiluð, n.t.t. við norðurenda hólmsins þannig að umferð fari ekki inn
á hólminn sjálfan. Einnig kemur fram ábending frá
Náttúruminjastofnun um að ekki sé vikið að almennri náttúruvernd sbr.
61. gr. náttúruverndarlaga í umfjöllun um frístundahús. Athugasemdin
er tekin til greina og texta verður breytt þannig að hann taki tillit til
lagagreinarinnar. Í umsögn vegagerðarinnar er tiltekið að tilgreina þurfi
veghelgunarsvæði við þjóðvegi í skipulagsuppdráttum. Tekið verður
tillit til ábendingar Vegagerðarinnar. Aðrar umsagnir voru jákvæðar
eða ekki ástæða til að taka sérstaklega til umræðu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að greinargerðin taki mið af
þessari afgreiðslu og verði þannig samþykkt af sveitarstjórn. Samþykkt
samhljóða.
4. Umsókn um skógrækt í Leiðarhöfn.
Fyrir liggur umsókn Ársæls Friðrikssonar og Ingveldar Þ. Einarsdóttur
um 36,6 hektara nytjaskógrækt í landi Leiðarhafnar dagsett 15. júlí.
Umsóknin er í samræmi við gildandi aðalskipulag. Samþykkt
samhljóða.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og hún borin upp til samþykktarm hún
samhljóða samþykkt – fundi slitið kl. 17:08.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir