Fundargerð skipulags-og umhverfisnefndar 24.júni

30.08 2019 - Föstudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps

24.júní 2019, haldinn í Hamrahlíð 15 kl. 16:00

Mætt til fundar: Höskuldur Haraldsson, Lárs Ármannson, Ingólfur Daði Jónsson, Ragna Lind Guðmundsdóttir.

Einnig sat fundinn Þór Steinarsson er ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. mál: Hafnarbyggð 11, umsókn um leyfi til að endurbyggja sólstofu.

Óskað er eftir heimild til að reisa sólskála utan á húsinu vestan til. Erindið er samþykkt samhljóða.

2. mál: Hamrahlíð 15, umsókn um leyfi til að breyta þakkanti.

Óskað er eftir heimild til að framkvæma minniháttar útlitsbreytingar á þaki sem felur í sér að þakkantur er styttur og renna sett utan á. Samþykkt samhljóða.

3.mál Skálanesgata 9, umsókn um leyfi til að byggja trépall og girðingu. Óskað einnig eftir heimild til að setja svalahurð austan á húsið.

Erindið er samþykkt samhljóða.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samhljóða samþykkt - fundi slitið kl. 16:31.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir