Fundargerð hreppsráðs 4.september

04.09 2019 - Miðvikudagur

Fundur nr. 2 kjörtímabilið 2018-2022

Mætt til fundar: Stefán Grímur Rafnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Sigríður Bragadóttir.

Einnig sátu fundinn Sara Elísabet Svansdóttir, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð og Þór Steinarsson sveitarstjóri.

1. Almenn mál

a. Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga
Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps leggur til eftirfarandi ályktun:

Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps lýsir yfir andstöðu við lagasetningar sem takmarka sjálfstjórnarrétt sveitarfélaganna og atkvæðarétt íbúa vegna sameiningar sveitarfélaga. Verði slík lög sett er komið sterkt fordæmi fyrir frekari afskiptum ríkisvaldsins af stöðu sveitarfélaganna og vandséð að það standist gagnvart ákvæðum stjórnarskrárinnar ef á reynir.

Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 12:00.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir