Fundargerð hreppsráðs 16. september

17.09 2019 - Þriðjudagur

Fundur nr. 3 kjörtímabilið 2018-2022

 

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 16.sept 2019 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 08:00.

 

 

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Stefán Grímur Rafnsson og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig sátu fundinn Baldur Kjartansson, fjármálastjóri og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Í upphafi var leitað afbrigða með að taka inn á fundinn umræðu um hverjir fara á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 3. og 4. október. Samþykkt að fulltrúar hreppsráðs og varamenn þeirra til vara fari á ráðstefnuna ásamt fjármálastjóra og sveitarstjóra. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Almenn mál
  1. Kynning á nýjum vef og upplýsingastefnu

Greipur Gíslason kynnti hugmyndafræði á bak við vinnu við hönnun nýs vefjar og vinnu við upplýsingastefnu fyrir sveitarfélagið. Hreppsráð er jákvætt fyrir því sem kom fram á kynningunni og óskar eftir upplýsingum um mögulega kostnaðarskiptingu á milli ára. Vísað til næsta sveitarstjórnarfundar. Samþykkt samhljóða.

 1. Næturopnun í íþróttahúsi

Hreppsráð leggur til að fullmótuð kostnaðaráætlun og útfærslu á tillögunni í samráði við starfsfólk íþróttahússins verði lögð fyrir sveitarstjórn. Mælt með því að rætt sé um „sveigjanlegan opnunartíma“ frekar en næturopnun. Samþykkt með atkvæðum meirihlutans, minnihlutinn situr hjá.

 1. Uppgjör vangreiddra lífeyrisiðgjalda til Stapa, lífeyrissjóðs vegna starfsmanna Vopnafjarðarhrepps. Tekið fyrir bréf frá lögmanni Stapa. Vísað til sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða. Lögð áhersla á að niðurstaða málsins verði kynnt á opnum fundi að lokinni fullnaðarafgreiðslu þess.
 2. Frístundastyrkur barna

Lagt til að sveitarfélagið greiði 20 þúsund kr. frístundastyrk til barna á Vopnafirði frá og með 1. janúar 2020. Óskað eftir að lögð verði fram útfærð tillaga fyrir sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.

 1. Hitaveita á Vopnafirði

Lagt fram minnisblað frá Eflu varðandi orkumál Vopnafjarðar þar sem boðist er til að fara í endurmat og uppfærslu á skýrslu sem unnin var 2010. Vísað til fjárhagsáætlunarvinnu.

 1. Götulýsing á Vopnafirði

Lagt til að gerð verði úttekt á ástandi kerfisins áður en málið verði lagt fram að nýju. Óskað verði eftir að starfmaður Rarik fari í úttektina með starfsmanni sveitarfélagsins, til að staðfesta að gögnin sem fylgdu frá Rarik séu rétt. Samþykkt samhljóða.

 1. Bréf til sveitarstjórnar
  1. Umsókn frá Landbót.

Vísað til fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir
  1. Landbúnaðarnefnd 6.fundur 19.6

Lagt fram.

 1. Landbúnaðarnefnd 7.fundur 11.8

Lagt fram.

 1. Samtök sjávarútvegsfélaga 53.fundur 21.8

Lagt fram. Sveitarstjóri mun sækja stjórnarfund sambandsins í október.

 1. Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga 872.fundur 21.6

Lagt fram

 1. Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga 873.fundur 30.8

Lagt fram.

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.11:59.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir