Fundargerð landbúnaðarnefndar 19.júní 2019

23.09 2019 - Mánudagur

Fundur nr. 6 kjörtímabilið 2018-2022

Fundur haldinn í landbúnaðarnefnd Vopafjarðarhrepps miðvikudaginn 19. Júní 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl 20:00.

Mætt til fundar: Sigurjón H. Hauksson. Sigurþóra Hauksdóttir, Eyþór Bragi Bragason, Geirmundur V, Jónsson, Haukur Georgsson, Svanur Arthúrsson, og fyrir hönd Fljótsdalshéraðs Freyr Ævarsson og Benedikt Arnórsson.
formaður setur fundinn og gengið til dagskrár


Dagskrá
Fljótsdalshérað óskaði eftir þessum fundi og eina málið á dagskrá er fjallskil milli sveitarfélagana
1. Mál. Fjallskil í Fagridal óskað er eftir að ekki verði lagt gangnaskil á Hlíðamenn heldur á Fljtsdalshérað.
2. Rætt er um vinnulag á svæðinu og hverig það er unnið í núverandi gangnaseðli er Fljótsdalshérað með 6 dagsverk og Fjallskilasjóður Vopnafjarðar 6 dagsverk . Óska þeir eftir að bera ekki ábyrgð á gangnaskilum á svæðinu, tillaga frá Benedikt að svæðið verði smalað áður en frekara fjárat er byrjað t.d í ágúst og að frumkvæðið sé frá Vopnafjarðarhreppi um hvenær farið verði í gönguna, auka samskiptin milli hreppana, og einnig óska þeir eftir að Fagridalur verði settur í gangnaseðil Vopnafjarðarhrepps og hann þá leggi dagsverk á Fljótsdalshérað. Leitast skuli við að samræma greiðslu á dagsverki milli sveitarfélagana þar sem munur er á um 7 þús. kr.
3. Fjallskil í Böðvarsdal óskað eftir að dagsverk verði lögð á Fljótsdalshérað og einnig endurskoða dagsverkin á svæðinu, það er rætt og ekki talið að bæta þurfi við.
Vel hefur gengið samvinna milli sveitarfélaganna í gegnum tíðina og almenn ánægja með það.


Fundi slitið 22:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir