Fundargerð landbúnaðarnefndar 11.ágúst 2019

23.09 2019 - Mánudagur

Fundur nr. 7 kjörtímabilið 2018-2022

Fundur haldinn í landbúnaðarnefnd Vopafjarðarhrepps sunnudaginn 11. ágúst 2019 í félagsheimilinu Miklagarði kl 16:00.


Mætt til fundar: Sigurjón H. Hauksson. Sigurþóra Hauksdóttir, Geirmundur V. Jónsson, Eyþór B. Bragason, Silvia Windman, Svanur Arthúrsson, Jóhann L, Einarsson. Haukur Georgsson. Einnig mættur Valur Guðmundsson vegna smölun á Hrútafjöllum sem nú tilheyra Hauksstaðaheiði.

Formaður setti fund og síðan var gengið til dagskrár.

Dagskrá

1. mál: Gangnaseðill.
Gangnaseðill haustsins kynntur og er fyrsta breyting lögð fyrir en það er tilfæring á smölun á Hrútafjöllum verði færð úr Hauksstaðaheiði í Mælifellsheiði.
Tillaga að hækkun á dagsverki úr 18.þús í 20.þús og er það samþykkt.
Gangnaseðill haustsins 2019 borin undir atkvæði og er samþykktur.

2. mál: Önnur mál.
Samningur um heiðarkofa Vopnafjarðarhrepps skoðaður og ákveðið fresta umræðum fram á næsta fund.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 18:00.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir