Fundargerð hreppsráðs 26.september

26.09 2019 - Fimmtudagur

Fundur nr. 4 kjörtímabilið 2018-2022

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 26.sept 2019 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 08:00.

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Stefán Grímur Rafnsson og Sigríður Bragadóttir.

Einnig sátu fundinn Baldur Kjartansson, Þór Steinarsson, sveitarstjóri og Sara Elísabet Svansdóttir, sem ritaði fundargerð.

1. Fundargerðir
a. 151.fundargerð Heilbrigðisnefndar 3.9
Lagt fram.

2. Almenn mál
a. Tilkynning frá Vegagerðinni
Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps telur ekki æskilegt að fella Leiðarhafnarveg nr 9173-01 af vegskrá. Tæplega 200m frá enda vegarins rekur sveitarfélagið ljósvita.
Rekstur ljósvitans og hús það sem ljósvitinn er í flokkast sem opinber rekstur og opinber stofnun. Samþykkt samhljóða.
b. Múlastofa
Sveitarstjóri leggur það til að tengiliðir fjölskyldu Jóns Múla og Jónasar Árnasonar fái munina senda til sín í framhaldi af því að sýningin var tekin niður í sumar. Verði það gert með viðeigandi hætti og aðstandendum verði þakkað þeirra framlag í þann tíma sem safnið hefur verið opið. Leitað verði leiða til að allir munir sýningarinnar nýtist sem best. Samþykkt samhljóða.
c. Fuglastígur til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða: Skýli við Nýpslón og í hafnarhólma í Vopnafirði
Hreppsráð samþykkir að vera með í þessari styrkumsókn.
d. Laxamiðstöð í Vopnafirði
Hreppsráði líst vel á framkomnar hugmyndir og felur sveitarstjóra að vinna að framgangi hugmyndarinnar. Samþykkt samhljóða.
e. Skýrsla vegna Sundabúðar
Hreppsráð ráðgerir að halda sérstakan fund um niðurstöðu skýrslunnar og undirbúa frekari aðgerðir og fund með ráðherra um málið. Samþykkt samhljóða.

3. Bréf til hreppsráðs
a. Stuðningur frá sveitarfélaginu við nám
i. Drög að reglum um stuðning við leiðbeinendur sem eru í réttindanámi
Sveitarstjóra falið að vinna tillöguna áfram og leggja fyrir sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.
b. Ungt Austurland – styrktarbeiðni
Hreppsráð samþykkir að styrkja Ungt Austurland. Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 09:56.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir