Fundargerð hreppsráðs 10.október

10.10 2019 - Fimmtudagur

Fundur nr. 5 kjörtímabilið 2018-2022

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 10.október 2019 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 08:00.

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sigríður Bragadóttir og Stefán Grímur Rafnsson.

Einnig sátu fundinn Baldur Kjartansson, fjármálastjóri og Sara Elísabet Svansdóttir, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Fundargerðir
a. Fundargerð Ungmennaráðs 26/9
Fundargerð Ungmennaráðs tekin fyrir.
1. mál: Hreppsráð kallar eftir hugmyndum um framkvæmdir og útlit á skólalóð frá Fræðslunefnd, Ungmennaráði, Íþrótta- og Æskulýðsnefnd og starfsfólki skólans og leggur til að verkefnastjóri frístunda, æskulýðs og fjölmenningarmála leiði þetta verkefni og skili niðurstöðu til Hreppsráðs.
2.mál: Almenningssamgöngur eru á hendi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps óskar eftir afstöðu stjórnar SSA til almenningssamgangna milli Vopnafjarðar og Fljósdalshéraðs. Málið hefur verið í umræðu í þó nokkurn tíma innan stjórnar SSA og meðal annars hefur verið send tillaga um akstur sem þennan sem þróunarverkefni til Vegagerðarinnar. Vopnafjarðarahreppur dró sig útúr SVAust þar sem ekki var talið að Vopnafjarðarhreppur gæti tekið þátt í því verkefni. Hreppsráð áskilur sér engu að síður rétt til að kalla eftir að hluta af fjármunum til almenningssamgangna á Austurlandi sé varið til þessa verkefnis. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
3.mál: Spurningar vegna skólaþings sveitarfélaga: Hreppsráð vísar þessu til Fræðslunefndar til upplýsinga.
b. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27.9
Lagt fram.
2. Almenn mál
a. Innleiðing á jafnlaunastaðli hjá Vopnafjarðarhreppi
Sara Elísabet Svansdóttir, skrifstofustjóri kynnti innleiðingu á jafnlaunastaðli hjá Vopnafjarðarhreppi, drög að jafnlaunastefnu, drög að jafnréttisáætlun og áætlaðan kostnað við innleiðingu. Hreppsráð fagnar því að þessi vinna sé komin af stað og vísar þessu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
b. Ályktanir aðalfundar SSA 2019
Lagt fram til kynningar.
c. Sex mánaða uppgjör Vopnafjarðarhrepps
Lagt fram til kynningar. Vísað til sveitarstjórnar.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 10:46.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir