Fundargerð hreppsráðs 24.október

24.10 2019 - Fimmtudagur

Fundur nr. 6 kjörtímabilið 2018-2022

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 24.október á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00.

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sigríður Bragadóttir og Stefán Grímur Rafnsson.
Einnig sátu fundinn Þór Steinarsson, sveitarstjóri og Sara Elísabet Svansdóttir, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Fundargerðir
a. 56.fundur stjórnar Brunavarna á Austurlandi 15.10
Lagt fram.
Liður 2: Hreppsráð óskar eftir því að fjárfestingakafli brunavarnaráætlunarinnar verði lagður fyrir sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps áður en hún er afgreidd.
Liður 4: Hreppsráði finnst mikilvægt að haft sé samráð við fulltrúa sjúkraflutninga á Vopnafirði við gerð nýs samnings um sjúkraflutninga á Vopnafirði. Sveitarstjóra falið að fylgja málunum eftir.
b. Æskulýðs- og íþróttanefnd 16/10
Lagt fram.
2.mál: Hreppsráð áréttar að eldri borgarar fá nú þegar afslátt í sund. Málinu vísað að öðru leyti til fjárhagsáætlunargerðar.
4.mál: Skólaakstur: Verkefnastjóra frístunda, -æskulýðs og fjölmenningarmála og skólastjóra falið að koma með tillögur til hreppsráðs.
Opnunartími í íþróttahúsinu: Sveitarstjóra falið að skoða betur nýtinguna á tímum með forstöðufólki íþróttahússins.

2. Almenn mál
a. Folfvöllur á Vopnafirði
Tillaga að staðsetningu frisbí golfvallar á Vopnafirði lögð fram. Hreppsráð samþykkir að gerður verði frisbí golfvöllur á Vopnafirði en óskar eftir kostnaðaráætlun við slíkan völl og ítarlegri tillögu með nákvæmum staðsetningum teiga og karfa með tilliti til annarra mannvirkja á svæðinu og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2020. Samþykkt samhljóða.
b. Þróunarfélag um vindorku á NA-landi
    Umræða um möguleika í vindorkumálum á NA-landi. Vísað til sveitarstjórnar.
c. Fjárhagsáætlun fyrir BáA
   Lagt fram.
d. Heimasíða Vopnafjarðarhrepps
Hreppsráð samþykkir að fara út í greiningarvinnu á nýrri heimasíðu. Samþykkt samhljóða.

3. Bréf til sveitarstjórnar
a. Stígamót – styrktarbeiðni
    Samþykkt var að veita Stígamótum styrk að upphæð 50.000 kr.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 10:17.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir