Fundargerð hreppsráðs 7.nóvember 2019

07.11 2019 - Fimmtudagur

Fundur nr. 7 kjörtímabilið 2018-2022

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 7.nóvember 2019 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:20.

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Stefán Grímur Rafnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.

Einnig sátu fundinn Þór Steinarsson, sveitarstjóri og Sara Elísabet Svansdóttir, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

 

Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að bæta inn á dagskrá viðauka um viðhald hafnarinnar. Samþykkt samhljóða.

 1. Fundargerðir
  1. Heilbrigðisnefnd 15.10

Lagt fram.

 1. Atvinnu- og ferðamálanefnd 21.10

Lagt fram til kynningar.

 1. Atvinnu- og ferðamálanefnd 29.10

Lagt fram til kynningar.

Liður 2: Umsókn um byggðarkvóta frá nefndinni lögð fram. Sveitarstjóra falið að vinna málið nánar með atvinnu- og ferðamálanefnd og leggja fyrir hreppsnefnd til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

Liður 3: Umsókn styrkja. Sveitarstjóra falið að vinna með formanni nefndar að málinu. Samþykkt samhljóða.

Liður 4: Ferðamálafulltrúi. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2020.

Liður 5: Hlutverk Miklagarðs: Hreppsráð er tilbúið til þess að skoða húsnefnd en óskar eftir nánari útskýringum á hlutverki og skipun húsnefndar. Málinu að öðru leyti vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2020. Samþykkt samhljóða.

 1. Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga 25.10

Lagt fram til kynningar.

 1. Almenn mál
  1. Austur-Skálanes – landamerki

Stefán Guðnason kom inn á fundinn og kynnti uppdrátt byggðan á fyrirliggjandi landamerkjum fyrir hreppslandið á Kolbeinstanga. Samþykkt er að óska eftir breytingum í fasteignaskrá sem felur í sér sameiningu Norður- og Austur- Skálaness ásamt öðru hreppslandi á svæðinu eins og þær liggja fyrir á fundinum. Samþykkt samhljóða.

 1. Þorbrandsstaðir – leigusamningur

Rætt var um rjúpnaveiðar í landi Þorbrandsstaða. Sveitarstjóra falið að kanna málið áfram. Samþykkt samhljóða.

 1. Starfsaldursviðurkenningar, kveðjur við starfslok og afmælisgjafir

Skifstofustjóra falið að vinna málið áfram. Málinu vísað til næsta hreppsráðsfundar. Samþykkt samhljóða.

 1. Samingur við Kolvið – skógræktarsvæði

Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.

 1. Niðurstaða úthlutunarnefndar stofnframlaga

Lagt fram til kynningar. Hreppsráð fagnar niðurstöðu úthlutunarnefndar stofnframlaga og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2020. Samþykkt samhljóða.

 1. Viðhald hafnarinnar

Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2019 lagður fram. Samþykkt samhljóða.

 

 Viðauki 4 :

Viðgerð á viðlegukannt neðan við Brim

2.100.000

Samtals viðauki

2.100.000

Viðauki 4 er mætt með lækkun á handbæru fé um 2,1 millj. kr.

 

 1. Bréf til sveitarstjórnar
  1. Búnaðarsamband Austurlands

Sveitarstjóra falið að kanna nánar fjárhagsþörf vegna útgáfu bókarinnar. Vísað í framhaldi til fjárhagsáætlunargerðar 2020. Samþykkt samhljóða.

 1. Jósep Jósepsson

Bréf frá Jósepi Jósepssyni varðandi samning sveitarfélagsins við Hjáleguna og framtíð þess samnings lagt fram. Hreppsráð bendir á að samningur þessi rennur út á næsta ári og þá verður tekin ákvörðun um framtíð hans að öllu óbreyttu. Samþykkt samhljóða.  

 1. Capacent – v/sameiningar sveitarfélaga

Hreppsráð samþykkir að funda með ráðgjöfum Capacent og leggur til að það verði gert í byrjun nýs árs. Samþykkt samhljóða.

 1. Leikhópurinn Lotta

Hreppsráð felur sveitarstjóra að vera í sambandi við leikhópinn og stuðla að því að þau geti komið hingað með leiksýninguna. Samþykkt samhljóða.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 11:46.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir