Fundargerð sveitarstjórnar 14. nóvember 2019

14.11 2019 - Fimmtudagur

 

Fundur nr. 32 kjörtímabilið 2018-2022

 

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 14. nóvember kl 14:00 í félagsheimilinu Miklagarði.

 

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir, Hreiðar Geirsson, Stefán Grímur Rafnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Íris Grímsdóttir og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig sátu fundinn Sara Elísabet Svansdóttir skrifstofustjóri, Baldur Kjartansson fjármálastjóri og Þór Steinarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerðir
 2. Fræðslunefnd 23.10

Lagt fram

 1. Fræðslunefnd 30.10

Sveitarstjórn fer fram á að lögð verði  könnun fyrir foreldra um vistun barna þeirra í leikskólanum 27. og 30. desember. Könnuninn verði bindandi og þeir sem velji að nýta ekki leikskólavist þess daga fá endurgreitt það sem því nemur. Samþykkt samhljóða.

 1. fundur hreppsráðs 7.11

Lögð fram umsókn sveitarfélagsins um byggðarkvóta fyrir fiskveiðiárið 2019-2020. Samþykkt samhljóða að senda umsóknina svo gerða til ráðuneytisins.

 

 

 1. Almenn mál
 2. Samningur við Kolvið

Vísað til skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar. Sveitarstjóra falið að gera breytingar á samningi í samræmi við óskir sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.

 1. Þróunarfélag um vindorku

Málinu frestað til næsta fundar. Samþykkt samhljóða.

 1. Fjárhagsáætlun 2020 – fyrri umræða

Tillaga að fjárhagsáætlun lögð fram til fyrri umræðu. Samkvæmt áætlun verða tekjur samantekins A og B hluta 1.198.832.000 og gjöld 1.127.485.000 kr. Rekstrarafgangur á árinu 2020 verður 44.348.000 kr. Vísað til seinni umræðu. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Bréf til sveitarstjórnar
 2. Styrkbeiðni frá Einherja

Vísað til menningarmálanefndar. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Önnur mál

Skýrsla sveitarstjóra, frestað.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.17:34.

 

 Fundargögn
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir