Fundargerð fræðslunefndar 23.10.19

14.11 2019 - Fimmtudagur

Fundargerð fræðslunefndar 23. október 2019


Fundur haldinn í fræðslunefnd Vopnafjarðarhrepps miðvikudaginn 23. október 2019 kl. 11:50 í
Vopnafjarðarskóla.


Mætt voru Einar Björn Kristbergsdóttir formaður, Kristjana Louise Friðbjarnardóttir, Dorota J. Burba,
Sigurþóra Hauksdóttir og Hjörtur Davíðsson.
Einnig sátu fundinn Aðalbjörn Björnsson skólastjóri, Sandra Konráðsdóttir fulltrúi foreldrafélagsins
og Svava Birna Stefánsdóttir fulltrúi kennara.


Formaður setti fund kl. 11:55 og gengið var til boðaðrar dagskrár.


1. Kosning varaformanns og ritara
Þar sem varaformaður og ritari nefndarinnar hafa sagt sig úr nefndinni þá þurfti að kjósa í þau
embætti.
Hjörtur var kosinn varaformaður og Kristjana ritari.
2. Málefni grunnskólans
Aðalbjörn fór yfir upphaf skólaársins.
Sú breyting varð í upphafi skólaárs að kennsla hefst kl. 8:30 á morgnana. Boðið er upp á hafragraut
og ávexti áður en fyrsta kennslustund byrjar. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel.
Skólaakstri er því seinkað bæði að heiman og heim sem þessu nemur. Að venju er reynt að
skipuleggja íþrótta- og æskulýðsstarf þannig að yngstu börnin úr sveitinni komist heim með fyrstu
ferð skólabíls.
Verið er að vinna við endurskoðun skólanámskrár og starfsáætlunar og munu nefndarmenn fá þessi
gögn í pósti þegar þau verða klár.
Aðalbjörn fór einnig yfir skóladagatalið. Hann nefndi að verið er að ræða möguleikann á því að færa
litlu jólin fram um einn dag. Fræðslunefnd samþykkir að skólastjóri hafi frelsi til þess að færa litlu
jólin fram um einn dag ef það þykir henta.
Að lokum fór Aðalbjörn yfir stöðuna á starfsfólki og hvernig kennslu er háttað. Nú starfa 27 manns í
misjöfnu starfshlutfalli við skólann, auk skólabílstjóra.
3. Önnur mál
Formaður kynnti svör Ungmennaráðs Vopnafjarðar við spurningum vegna Skólaþings sveitarfélaga,
sem haldið verður 4. nóvember n.k.
Formaður tilkynnti einnig að hann situr í hópi sem á að setja fram hugmyndir um útlit og
framkvæmdir á skólalóðinni.
Fundi slitið kl. 13:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir