Fundargerð fræðslunefndar 30.10.19

14.11 2019 - Fimmtudagur

Fundargerð fræðslunefndar 30. október 2019
Fundur haldinn í fræðslunefnd Vopnafjarðarhrepps miðvikudaginn 30. október 2019 kl. 11:40 í
leikskólanum Brekkubæ.


Mætt voru Einar Björn Kristbergsson formaður, Hjörtur Davíðsson, Dorota J. Burba, Sigurþóra
Hauksdóttir og Kristjana Louise Friðbjarnardóttir sem ritaði fundargerð.
Einnig sátu fundinn Sandra Konráðsdóttir og Hafrún Róbertsdóttir.


Formaður setti fundinn kl. 11:40 og gengið var til boðaðrar dagskrár.


1. Málefni leikskóla
Sandra byrjaði á því að biðja um leyfi til þess að færa litlu jólin fram um einn dag eins og
grunnskólinn. Fræðslunefnd samþykkti það.
Þá fór Sandra yfir bréf sem leikskólastjórnendur á Austurlandi sendu sveitar- og bæjarstjórnum á
Austurlandi auk SSA. Í bréfinu lýsa leikskólastjórnendur áhyggjum sínum yfir ástandinu í leikskólum
svæðisins. Samkvæmt lögum þá eiga 2/3 stöðugilda sem lúta að kennslu, umönnun og uppeldi barna
í leikskólum að vera stöðugildi leikskólakennara. Það er langt frá því að vera raunin á Austurlandi.
Það hefur einnig reynst erfitt að fullmanna leikskóla með íslenskumælandi starfsfólki sem styður ekki
auknar kröfur um móðurmálskennslu barna auk þess sem aðstaða starfsfólks leikskóla er mjög
misjöfn. Allt veldur þetta leikskólastjórnendum miklum áhyggjum, sérstaklega í ljósi þess að
væntanlegt er eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum. Það verður erfitt að halda í
leikskólakennara þegar lítil sem engin fríðindi fylgja því starfi, ólíkt starfi grunnskólakennara. Lagt er
til að allir skólar, á öllum skólastigum, verði lokaðir á milli jóla og nýárs. Það myndi skapa
fjölskylduvæna sérstöðu í landshlutanum auk þess að gera starf leikskólakennarans meira aðlaðandi.
Þó má geta þess að leikskólinn á Vopnafirði stendur betur að vígi en margir, þar starfa 6
leikskólakennarar.
Í framhaldinu nefndi Sandra að fáir eða engir nemendur hafi mætt í leikskólann á milli jóla og nýárs
síðustu ár. Hún lagði til að frí verði gefið á milli jóla og nýárs en vika verði tekin af leikskólagjöldum í
desember í staðinn. Í ljósi þess að eitt leyfisbréf fyrir alla kennara mun taka gildi í janúar 2020 er
eðlilegt að koma strax á móts við leikskólakennara. Fræðslunefnd samþykkti að leikskólanum verði
lokað á milli jóla og nýárs.
Einnig lýsti Sandra yfir áhyggjum af langri viðveru flestra barna á leikskólanum, en flest eru þau þar
allan daginn. Það er mikið álag á lítil börn, sértaklega í ljósi þess að hljóðvist er ekki góð á elstu
deildinni, Ásbrún.
Fulltrúar frá Grænskóla komu í heimsókn 30. október til þess að taka út starfsemina í Brekkubæ og
það gekk að óskum. Landvernd mun afhenda Brekkubæ Grænfánann í 5. skipti fyrir jól.
Í tengslum við þetta verkefni þarf alltaf að velja þema og stefnt er að því að næsta þema verði
„neysla og úrgangur.“
Skemmtilegt samstarfsverkefni er í gangi á milli leik- og grunnskólans í tengslum við
Grænfánaverkefnið en eldri nemendur grunnskólans sauma í handavinnu smekki, þvottastykki og
fjölnotapoka fyrir leikskólann.
Þá fór Sandra yfir starfsmannamálin og fleiri praktísk atriði. Nú eru 37 börn í leikskólanum og 15
starfsmenn í 12,2 stöðugildum, auk iðjuþjálfa sem er í 30% stöðu. Einn starfsmaður hættir 1.
desember og tveir að fara í fæðingarorlof. Það er ekki búið að ganga frá ráðningu nýrra starfsmanna
en Sandra er með tvo einstaklinga í ráðningarferli, þar af einn grunnskólakennara.
Sandra lýsti yfir ánægju sinni með að „tákn með tali“ orðið mjög áberandi í starfinu, meira að segja
yngstu börnin eru farin að nota það töluvert. Hana langar að bjóða upp á „tákn með tali“ námskeið
fyrir foreldra, auk þess sem stefnt er að framhaldsnámskeiði fyrir starfsfólk.
Það verður fimm tíma jafningjafræðslunámskeið fyrir starfsfólk fljótlega.
Þá benti Sandra á að skólanámskráin er aðgengileg á netinu og að jafnréttisáætlun hafi verið
endurnýjuð í haust. Auk þess hefur verið gerð áfallaáætlun. Starfsáætlun er enn í vinnslu en gerð
hennar tafðist vegna tæknilegra vandamála. Einnig er búið að gera nýja starfsmannahandbók.
Starfsmannakönnun sveitarfélagsins kom mjög vel út fyrir leikskólann.
Skóladagatalið er aðgengilegt á heimasíðu leikskólans en auk þess setur Sandra viðburðadagatal fyrir
hvern mánuð inn á síðuna, sem er líka deilt með foreldrum á facebook og í tölvupósti.
Einnig lýsti Sandra yfir óánægju með stöðuna á lóðinni við leikskólann sem hefur ekki verið kláruð
eftir að viðbyggingin var tekin í notkun árið 2008. Lóðin er orðin mjög ósnyrtileg en umfram allt
hættuleg börnum. Bæði Heilbrigðiseftirlitið og fulltrúi VÍS hafa sett út á þetta.
Það var búið að gera framkvæmdaplan en því hefur ekki verið framfylgt.
Fræðslunefnd lýsir undrun sinni yfir því að ekki sé búið að gera meira fyrir lóðina, sérstaklega í ljósi
þess að ekki er búið að nota alla þá fjármuni sem ætlaðir voru í hana á þessu ári. Hún vill jafnframt
hvetja til þess að farið verði í úrbætur sem fyrst.


2. Önnur mál
Engin önnur mál.
Fundi slitið kl. 13:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir