Fundargerð hreppsráðs 5.mars 2020

06.03 2020 - Föstudagur

Fundur nr. 13 kjörtímabilið 2018-2022


Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 5.mars 2020 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 08:00.

Mætt til fundar: Íris Grímsdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Sigríður Bragadóttir.

Einnig sat fundinn Sara Elísabet Svansdóttir, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð.

 1. Fundargerðir
  a. Landbúnaðarnefnd 13.2
  1.mál: Samningur um heiðarkofa Vopnafjarðarhrepps
  Hreppsráð leggur til að samningsdrögin verði endurskoðuð og lögð fyrir hreppsráð aftur. Felur hreppsráðið skrifstofustjóra að vinna málið.
  Önnur mál: Skrifstofustjóra falið að vinna málin áfram og leggja aftur fyrir hreppsráð.
  b. Menningarmálanefnd 21.2
  Lagt fram til kynningar.
  c. Skipulags- og umhverfisnefnd 2.3
  Liður b: Lýsing fyrir aðalskipulagsbreytingar, Þverárvirkjun og Vopnafjarðarlína
  Hreppsráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.
  d. 878.fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga 31.1.
  Lagt fram til kynningar.
  e. 154.fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands 18.2
  Lagt fram til kynningar.
  f. Skólaskrifstofa Austurlands 26.2
  Lagt fram til kynningar.
  2. Almenn mál
  a. Niðurstaða örútboðs vegna raforku.
  Vopnafjarðarhreppi hefur borist tillaga að vali á bjóðanda í örútboði nr. 21075 RS raforka sveitafélög. Vopnafjarðarhreppur hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda. Samþykkt samhljóða.
  b. Boðun og kjör á XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 26.mars
  Hreppsráð leggur til að Íris Grímssdóttir verði kjörin varafulltrúi Vopnafjarðarhrepps á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í stað Þórs Steinarssonar. Tillagan borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
  c. Kynning frá Capacent – forskoðun á sameiningarkostum
  Lagt fram til kynningar.
  d. Afsögn úr menningarmálanefnd – Hjördís Björk Hjartardóttir
  Hreppsráð samþykkir afsögn Hjördísar og varamaður mun sinna nefndarstörfum þar til annar aðalmaður hefur verið tilnefndur. Samþykkt samhljóða.

3. Bréf til sveitarstjórnar
a. Bréf frá Slysavarnarfélaginu Sjöfn varðandi slysahættu á strandblakvelli
Hreppsráð þakkar fyrir þessa góðu ábendingu. Málið er nú þegar í ferli.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 10:16.




Tungumál


Skipta um leturstærð


Leit



Flýtileiðir